Neitaði ekki að skrifa undir friðlýsinguna

Árneshreppur að vetrarlagi.
Árneshreppur að vetrarlagi. mbl.is/Sunna Logadóttir

Full­trúi Árnes­hrepps í starfs­hópn­um um friðlýs­ingu Dranga kann­ast ekki við að hafa neitað að skrifa und­ir friðlýs­ing­una. Hann kveðst þó ósátt­ur við þann mikla þrýst­ing sem fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra hafi beitt í þessu mál­efni og lýs­ir vinnu­brögðum hans sem kjána­leg­um.

Vest­firski fréttamiðill­inn Bæj­ar­ins besta greindi frá því í gær að jörðin Drang­ar í Árnes­hreppi hefði verið friðlýst af Guðmundi Inga Guðbrands­syni, þáver­andi um­hverf­is- og auðlindaráðherra, tveim­ur dög­um áður en ný rík­is­stjórn leit dags­ins ljós með til­heyr­andi upp­stokk­un ráðuneyta.

Kom þá einnig fram að full­trúi Árnes­hrepps í starfs­hópn­um um friðlýs­ingu Dranga hefði neitað að skrifa und­ir friðlýs­ing­una.

Drangaskörð, sem eru á friðlýsingarsvæðinu.
Dranga­skörð, sem eru á friðlýs­ing­ar­svæðinu. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Kjána­leg vinnu­brögð um­hverf­is­ráðherra

Ar­in­björn Bern­h­arðsson, um­rædd­ur full­trúi, seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki kann­ast við að hafa neitað slíku, enda hafi aldrei verið skjal fyr­ir hendi sem hann var beðinn um að skrifa und­ir. Bæt­ir hann við að fund­irn­ir hafi farið fram í gegn­um fjar­funda­búnað. Seg­ir hann það í verka­hring ráðherra að skrifa und­ir friðlýs­ing­una.

Ar­in­björn tek­ur þó fram að hann hafi verið afar ósátt­ur við þann mikla þrýst­ing sem þáver­andi um­hverf­is­ráðherra hafi beitt til að fá friðlýs­ing­una samþykkta rétt áður en hann fór úr embætti. Vinnu­brögð ráðherra hafi verið „kjána­leg“.

Hins veg­ar hafi hann enga efn­is­lega at­huga­semd varðandi friðlýs­ing­una sjálfa enda tel­ur hann ekki að hún muni hafa áhrif á nær­liggj­andi jarðir og tel­ur hann það hafa verið skoðað með full­nægj­andi hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert