Fleiri mál á rannsóknarstigi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Krabba­meins­fé­lag Íslands hef­ur náð sátt við konu sem fékk ranga grein­ingu í kjöl­far leg­háls­skimun­ar vegna mistaka hjá fé­lag­inu. Kon­an er nú með ólækn­andi krabba­mein sem hægt hefði verið að bregðast við hefði hún greinst fyrr.

Hún mun fá tugi millj­óna króna  í bæt­ur frá fé­lag­inu vegna mistak­anna. Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður kon­unn­ar seg­ir fleiri mál vera á rann­sókn­arstigi. 

Sátt hef­ur ein­ung­is náðst í þessu eina máli enn sem komið er.

Mörg mál og ólík

„Það eru fleiri mál í gangi en þau eru á rann­sókn­arstigi, hjá land­lækni, í gagna­öfl­un og fleira,“ seg­ir Sæv­ar Þór. 

„Það er stutt í eitt­hvað af þess­um mál­um en þetta er bara í ferli. Þetta eru mjög mörg mál, þau eru öll mjög ólík; sum varða brjósta­skiman­ir og önn­ur varða leg­háls­skiman­ir,“ seg­ir Sæv­ar Þór. 

Mál kon­unn­ar sem hef­ur nú náð sátt við Krabba­meins­fé­lagið varð til þess að fleiri þúsund sýni sem tek­in höfðu verið hjá fé­lag­inu voru end­ur­skoðuð og fleiri en tvö hundruð kon­ur voru kallaðar til frek­ari skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert