„Sýnist íslenska réttarríkið hafa staðist prófið“

Arnar Þór Stefánsson lögmaður.
Arnar Þór Stefánsson lögmaður. Ljósmynd/Aðsend

Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, segir að dómur Landsréttar í dag hafi verið „góður sigur“ og „mjög ásættanleg niðurstað. Dánarbúinu voru dæmdar 350 milljónir í bætur vegna rangrar sakfellingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og afleiðinga sem það hafði á Kristján.

Samhliða var Guðjóni Skarphéðinssyni dæmdar 260 milljónir í málinu, en sýknað var af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar.

„Það er viðurkennt að Kristján þurfti að þola vanvirðandi meðferð af hálfu ríkisins og mikinn órétt um langan tíma sem litaði allt hans líf frá tvítugu og fram í andlátið. Fyrir það eru honum dæmdar þessar bætur sem eru þær langhæstu í Íslandssögunni í svona máli,“ segir Arnar um dóminn.

Kristján Viðar Viðarsson fyrir Hæstarétti á sínum tíma.
Kristján Viðar Viðarsson fyrir Hæstarétti á sínum tíma.

„Mér sýnist íslenska réttarríkið hafa staðist prófið,“ segir hann.

Segir hann að dómurinn hafi staðfest að Kristján hafi orðið fyrir alvarlegum réttarspjöllum og að opinber umræða hafi litað allt hans líf. Þá hafi öllum sjónarmiðum ríkisins um fyrningu og slík sjónarmið verið hafnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka