Óljóst hvort ríkið komi til móts við fjölskylduna

Fjöl­skylda Tryggva Rún­ars í Hæsta­rétti árið 2018. Sjöfn Sig­ur­björns­dótt­ir, ekkja …
Fjöl­skylda Tryggva Rún­ars í Hæsta­rétti árið 2018. Sjöfn Sig­ur­björns­dótt­ir, ekkja Tryggva Rún­ars, er fremst á mynd­inni. mbl.is/Hari

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra kveðst fagna því að niðurstaða sé loks komin í bótakröfumál sakborninga Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort að fjölskylda Tryggva Rúnars Leifssonar muni fá eitthvað í sinn hlut.

Í dómi Landsréttar sem féll í gær var íslenska ríkinu gert að greiða Guðjóni Skarphéðinssyni og dánarbúi Kristjáns Viðars Júlíussonar, tveimur af sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, alls 610 milljónir króna.

Áður hafði héraðsdómur sýknað ríkið af öllum kröfum.

Dánarbú Tryggva fékk ekkert í sinn hlut

Bótakrafa dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar, sem einnig var sakborningur í málinu, hlaut ekki brautargengi og var vísað frá Landsrétti.

Í sam­tali við mbl.is í gær sagði Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva, að sýknað hefði verið vegna þess að Tryggvi Rún­ar var lát­inn þegar málið var höfðað og að við andlát hans renni kraf­an ekki til dán­ar­bús­ins.

Dánarbúið hafði krafist þess að honum yrðu greidd­ar alls 1.644.672.833 krón­ur.

Kristján Viðar var aftur á móti á lífi þegar málið var höfðað, sem útskýrir hvers vegna þeirri bótakröfu var ekki vísað frá.

Jón Gunnarsson segir mikilvægt að niðurstaða sé komin í málið.
Jón Gunnarsson segir mikilvægt að niðurstaða sé komin í málið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikilvægt að niðurstaða sé komin

Spurður hvort ríkið ætli sér að koma til móts við fjölskyldu Tryggva Rúnars kveðst Jón ekki geta tjáð sig um það. 

„Ég hef ekki náð að kynna mér dómsniðurstöður almennilega, þetta er nýkomið fram,“ segir hann.

„Mér finnst bara mikilvægt að það skuli vera komin niðurstaða í þetta mál og vonandi að svona sorgarsaga endurtaki sig ekki í okkar kerfi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka