Blæs baráttuanda í brjóst þolenda sem stíga fram

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/Aðsend

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, blæs bar­áttu­anda í brjóst þeirra kvenna sem stigið hafa fram að und­an­förnu og lýst kyn­bundnu of­beldi sem þær hafa orðið fyr­ir, í sín­um fyrsta föstu­dagspistli á nýju ári.

Hún seg­ir dá­sam­legt að sjá hvernig valda­hlut­föll milli karla og kvenna séu að breyt­ast í sam­fé­lag­inu og rifjar upp hvernig tal um kyn­ferðisof­beldi hafi breyst til hins betra.

„Síðustu daga og vik­ur hef ég fylgst af aðdáun með ung­um kon­um stíga fram og ræða af ótrú­legu hug­rekki og hisp­urs­leysi um skipu­lagt of­beldi karla gegn kon­um. Í stað þess að hengja sig í skil­grein­ing­ar greina þær frá mála­vöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað. Þær taka sér svig­rúm og rými sem kon­ur af minni kyn­slóð hefðu aldrei gert nema vera með full­kom­lega út­pælda frá­sögn, helst með sönn­un­ar­gögn­um og eft­ir að hafa „unnið úr“ mál­un­um í ár og jafn­vel ára­tugi. Þess­ar kon­ur hika ekki við að horfa í aug­un á valda­mikl­um mönn­um og segja þeim til synd­anna, krefja þá um að axla ábyrgð og gera það án þess að gera þær kröf­ur á sjálf­ar sig að vera hin „full­komnu fórn­ar­lömb,“ seg­ir Drífa í upp­hafi pist­ils­ins.

Umræðan breyst 

Hún tí­und­ar svo hvernig álíka mál voru rædd á árum áður. Hún seg­ir kon­ur „af henn­ar“ kyn­slóð hafi hvísl­ast á um ein­staka menn og bent hverri ann­arri á menn sem bæri að var­ast að eiga í sam­skipt­um við.

Ef kon­ur svo voguðu sér að ræða um það op­in­ber­lega hafi því verið mætt með mót­stöðu og hót­un­um um of­beldi og nauðgan­ir. Drífa fagn­ar því að sam­fé­lagið hafi breyst síðan.

„Þær kon­ur sem nú stíga fram fá sann­ar­lega mót­byr, en þær hafa um leið end­ur­skil­greint umræðuna. Þær sýna hver ann­arri stuðning og í sam­ein­ingu af­hjúpa þær hvað mál­flutn­ing­ur­inn gegn kon­um hef­ur verið veik­b­urða. Stuðning­ur­inn er meiri og við all­ar sterk­ari fyr­ir vikið.“

Loks seg­ir formaður ASÍ að árið fari vel af stað og vís­ar þannig til fram­vindu mála þeirra Loga Berg­manns, Hreggviðs Jóns­son­ar, Þórðar Más Jóns­son­ar, Arn­ars Grants og Ara Edwald, sem all­ir hafa vikið úr sín­um stöðum eft­ir að Vítal­ía Lazareva lýsti of­beldi sem hún varð fyr­ir af þeirra hendi.

„Valda­mi­s­vægi í sam­fé­lag­inu er af ýms­um toga. Það get­ur verið ald­urs­bundið, kyn­bundið og tekju­bundið. Það get­ur end­ur­spegl­ast í ólík­um tengsl­um, að eiga rödd og hafa form­leg völd gagn­vart öðrum sem hafa það ekki. Valda­mi­s­vægið er líka á milli at­vinnu­rek­enda og launa­fólks, á milli leigu­sala og leigj­enda, milli lán­veit­enda og þeirra sem þurfa að slá lán og svo fram­veg­is,“ seg­ir Drífa og bæt­ir við:

„Þess vegna er svo dá­sam­legt að verða vitni að breyt­ing­um á valda­hlut­föll­um. Þar sem kon­ur sem hafa verið beitt­ar kúg­un vegna ald­urs, kyns og stétt­ar rísa upp gegn vald­inu, breyta leik­regl­un­um og neita að und­ir­gang­ast þá gríðarlegu kúg­un sem fal­ist hef­ur í kynja­kerfi sam­fé­lags­ins. Áfram þið og áfram við. Þetta ár fer sann­ar­lega vel af stað. Megi það vera árið þar sem við upp­ræt­um of­beldi og köst­um af okk­ur viðjum meðvirkn­inn­ar með vald­inu!“

Pist­ill Drífu í heild sinni:

Kæru fé­lag­ar og lands­menn all­ir – gleðilegt ár og takk fyr­ir það gamla!

Síðustu daga og vik­ur hef ég fylgst af aðdáun með ung­um kon­um stíga fram og ræða af ótrú­legu hug­rekki og hisp­urs­leysi um skipu­lagt of­beldi karla gegn kon­um. Í stað þess að hengja sig í skil­grein­ing­ar greina þær frá mála­vöxtu, því sem gerðist og hvernig það átti sér stað. Þær taka sér svig­rúm og rými sem kon­ur af minni kyn­slóð hefðu aldrei gert nema vera með full­kom­lega út­pælda frá­sögn, helst með sönn­un­ar­gögn­um og eft­ir að hafa „unnið úr“ mál­un­um í ár og jafn­vel ára­tugi. Þess­ar kon­ur hika ekki við að horfa í aug­un á valda­mikl­um mönn­um og segja þeim til synd­anna, krefja þá um að axla ábyrgð og gera það án þess að gera þær kröf­ur á sjálf­ar sig að vera hin „full­komnu fórn­ar­lömb“. Kon­ur af minni kyn­slóð hvísluðust á um ein­staka menn, við vöruðum hver aðra við og það var seg­in saga að þegar komið var inn á nýj­an vett­vang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í fé­lags­leg­um sam­skipt­um. Ef við voguðum okk­ur út á hinn op­in­bera vett­vang að krefjast úr­bóta, án þess einu sinni að nefna nöfn, feng­um við yfir okk­ur holskeflu af of­beld­is- og nauðgun­ar­hót­un­um, auk þess sem ef­ast var um allt sem fram kom. Þá stóð slag­ur­inn um hvort svona of­beldi væri yf­ir­leitt til. Þær kon­ur sem nú stíga fram fá sann­ar­lega mót­byr, en þær hafa um leið end­ur­skil­greint umræðuna. Þær sýna hver ann­arri stuðning og í sam­ein­ingu af­hjúpa þær hvað mál­flutn­ing­ur­inn gegn kon­um hef­ur verið veik­b­urða. Stuðning­ur­inn er meiri og við all­ar sterk­ari fyr­ir vikið.

Valda­mi­s­vægi í sam­fé­lag­inu er af ýms­um toga. Það get­ur verið ald­urs­bundið, kyn­bundið og tekju­bundið. Það get­ur end­ur­spegl­ast í ólík­um tengsl­um, að eiga rödd og hafa form­leg völd gagn­vart öðrum sem hafa það ekki. Valda­mi­s­vægið er líka á milli at­vinnu­rek­enda og launa­fólks, á milli leigu­sala og leigj­enda, milli lán­veit­enda og þeirra sem þurfa að slá lán og svo fram­veg­is. Þess vegna er svo dá­sam­legt að verða vitni að breyt­ing­um á valda­hlut­föll­um. Þar sem kon­ur sem hafa verið beitt­ar kúg­un vegna ald­urs, kyns og stétt­ar rísa upp gegn vald­inu, breyta leik­regl­un­um og neita að und­ir­gang­ast þá gríðarlegu kúg­un sem fal­ist hef­ur í kynja­kerfi sam­fé­lags­ins. Áfram þið og áfram við. Þetta ár fer sann­ar­lega vel af stað. Megi það vera árið þar sem við upp­ræt­um of­beldi og köst­um af okk­ur viðjum meðvirkn­inn­ar með vald­inu!

Góða helgi, Drífa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert