Hrossabændur segja upp samningum við Ísteka

Í lok nóvember á síðasta ári birt­ist mynd­skeið á veg­um …
Í lok nóvember á síðasta ári birt­ist mynd­skeið á veg­um sviss­neskra dýra­vernd­ar­sam­taka um blóðtöku mera á Íslandi, þar sem sjá mátti slæma meðferð hrossa af hálfu sam­starfs­bænda Ísteka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hrossa­bænd­ur hafa á síðustu dög­um sagt upp samn­ing­um sín­um við líf­tæknifyr­ir­tæk­ið Ísteka ehf., sem vinn­ur horm­óna­lyf fyr­ir svín úr blóði fylfullra mera.

Í lok nóv­em­ber á síðasta ári birt­ist mynd­skeið á veg­um sviss­neskra dýra­vernd­ar­sam­taka um blóðtöku mera á Íslandi, þar sem sjá mátti slæma meðferð hrossa af hálfu sam­starfs­bænda Ísteka.

Arnþór Guðlaugs­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki vita ná­kvæm­an fjölda þeirra bænda sem sagt hafa upp samn­ing­um við Ísteka.

„Ég veit ekki ná­kvæm­lega pró­sent­una en okk­ur hafa borist upp­sagn­ir núna síðustu daga,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Á von á að ná samn­ing­um aft­ur

Of snemmt sé að segja til um hvort upp­sagn­irn­ar hafi áhrif á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

„Það er of snemmt að segja til um það hvort það hafi áhrif og hvernig, ég á nú eig­in­lega frek­ar von á að ná flest­um þess­ara bænda aft­ur og að þetta sé svona meðal ann­ars af­leiðing af þess­um mál­um sem hafa verið í gangi en ekki síður bara kjara­mál,“ seg­ir Arnþór.

Sveinn Stein­ars­son, formaður Fé­lags hrossa­bænda, sagðist aðspurður ekki vita mála­vöxtu í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert