Tillaga um rannsóknarnefnd tekin fyrir á morgun

Tillaga um rannsóknarnefnd verður lögð fyrir á borgarráðsfundi á morgun.
Tillaga um rannsóknarnefnd verður lögð fyrir á borgarráðsfundi á morgun. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Tillaga um skipun rannsóknarnefndar vegna vöggustofumálsins verður tekin fyrir á borgarráðsfundi á morgun. Þetta staðfestir Þorsteinn Gunnarsson borgarritari í samtali við mbl.is.

Átta mánuðir eru liðnir frá því að hópur manna, sem hefur verið í forsvari fyrir börnin sem voru vistuð á vöggustofunum, gekk á fund borgarstjóra og krafðist þess að Reykjavíkurborg myndi rannsaka starfsemina sem þar var viðhöfð. Borgarstjóri samþykkti þá tillögu.

Til stóð að skipa rannsóknarnefnd í október á síðasta ári en sú framkvæmd tafðist, meðal annars vegna lögfræðilegra álitamála. 

Að sögn Þorsteins er nú verið að vinna að lagafrumvarpi innan forsætisráðuneytisins til að hægt sé að veita nauðsynlegar rannsóknarheimildir. Þangað til það verður samþykkt mun nefndin geta undirbúið vinnuna sem er framundan og sankað að sér þeim gögnum sem heimildir leyfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert