„Enginn sem steig á bremsuna“

Reynir Tómas Geirsson, fyrrverandi yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans, fyrrverandi prófessor …
Reynir Tómas Geirsson, fyrrverandi yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans, fyrrverandi prófessor í fæðinga-og kvensjúkdómafræði og formaður starfshópsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er álit starfs­hóps, sem skipaður var af Lækna­fé­lagi Íslands, að yf­ir­færsla leg­háls­skim­ana til op­in­berra aðila frá frjáls­um fé­lags­sam­tök­um, þar sem hún hafði verið í meir en hálfa öld og þar sem náðst hafði eft­ir­tekt­ar­verður ár­ang­ur, var ekki vel rök­studd, ekki vel fram­kvæmd og tókst ekki sem skyldi á ár­inu 2021.

„Stjórn­un­araðilum í heil­brigðismál­um lands­ins hefði átt að vera ljóst að vandaðri und­ir­bún­ing og mun meiri tíma hefði þurft vegna þessa um­fangs­mikla verk­efn­is og að ekki yrði rof á þjón­ustu sem var til staðar gegn­um leit­ar­starf Krabba­meins­fé­lags­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Aðdrag­andi máls­ins er sá að í júní 2020 fékk Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins það verk­efni frá heil­brigðisráðherra að fram­kvæmd leg­hálskrabba­meins­skimun­ar skyldi vera í þeirra hönd­um en hún hafði þá verið í meir en 50 ár hjá Krabba­meins­fé­lagi Íslands.

Var því aðeins rúmt hálft ár til stefnu til að fram­kvæma breyt­ing­una en breyt­ing­in var gerð í því skyni að staðsetja verk­efni hjá op­in­ber­um aðila í stað þess að skimun­in væri á veg­um fé­laga­sam­taka.

„Af hverju þurfti þetta allt að ger­ast svona hratt?"

Reyn­ir Tóm­as Geirs­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir á Kvenna­deild Land­spít­al­ans, pró­fess­or og formaður starfs­hóps­ins sagði á blaðamanna­fundi fyrr í dag að hóp­ur­inn hefði þurft að reyna að átta sig á því hvar eitt­hvað hefði farið úr­skeiðis.

„Við gát­um samt eig­in­lega ekki al­veg svarað þess­ari spurn­ingu: Af hverju þurfti þetta allt að ger­ast svona hratt?“

„Þarna var bara ekki næg­ur tími til þess að gera þetta allt sam­an af því það var lögð svo mik­il áhersla á að keyra í gegn umbreyt­ing­una,“ seg­ir Reyn­ir og bæt­ir við: „Það var eng­inn sem steig á brems­una.“

Keyrt áfram þrátt fyr­ir far­ald­ur

Þegar ljóst mátti vera á seinni hluta árs­ins 2020 í miðjum Covid-SARS far­aldri að und­ir­bún­ingi var ábóta­vant, var yf­ir­færsl­unni samt ekki frestað, held­ur keyrð áfram, að því er kem­ur fram í skýrsl­unni.

„Við vit­um ekki ná­kvæm­lega hvers vegna það þurfti að gera þetta allt með svona mikl­um hraða. Það þurfti allt að vera til­búið rúm­lega sex mánuðum seinna og það í miðjum Covid-far­aldri,“ seg­ir Reyn­ir sem bend­ir á að heilsu­gæsl­an hafi staðið sig af­skap­lega vel þegar kom að far­aldr­in­um og ekki hafi verið hægt að gera mikið annað af stór­um breyt­ing­um á sama tíma.

Seg­ir í skýrsl­unni að um mitt ár 2020 hafi ekki verið ljóst hvernig und­ir­bún­ingi yrði háttað og að innviði hafi skort hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Auk þess virðist sem svo að yf­ir­grips­mik­il og tíma­sett verk- og kostnaðaráætl­un hafi ekki verið gerð af hálfu for­svarsaðila í heilsu­gæslu eða í heil­brigðisráðuneyt­inu. Fram­kvæmdaþætt­ir og verk­ferl­ar virðast ekki hafa verið áætlaðir heild­stætt og breyt­inga­stjórn­un var ekki mark­viss.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, fjallaði um niðurstöðurnar.
Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, fjallaði um niður­stöðurn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Óvissa myndaðist og kon­ur lengi að fá svör

Vegna allra þessa þátta ferl­is­ins og fleiri sem ekki var hugsað fyr­ir áður en yf­ir­færsl­an varð frá Krabba­meins­fé­lagi Íslands Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins myndaðist óvissa. Lang­ur tími leið á ár­inu 2021 þar til marg­ar kon­ur fengu svör um niður­stöðu leg­háls­skimun­ar og enn, ári síðar, er vinna í gangi vegna þeirra erfiðleika sem sköpuðust.

Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, lýs­ir yf­ir­færsl­unni sem svo að Krabba­meins­fé­lagið hafi verið tekið úr sam­bandi án þess að hitt kerfið væri til­búið. „Hend­ir þessu fram af hengiflug­inu og það er ekk­ert ör­ygg­is­net.“

Yf­ir­sýn brást hjá heil­brigðisráðuneyt­inu

Það er mat starfs­hóps­ins að yf­ir­sýn og verk­efna­stjórn­un hafi brugðist hjá heil­brigðisráðuneyt­inu þar sem að ábyrgðin hafi end­an­lega legið. Ráðuneytið fór ekki að ráðum starfs­hópa, embætt­is land­lækn­is eða eig­in verk­efn­is­stjórn­ar í und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd til­færsl­unn­ar.

Þá hafi yf­ir­stjórn Heilsu­gæsl­unn­ar ekki metið rétt um­fang verk­efn­is­ins og embætti land­lækn­is hefði þurft að fara fram á betri und­ir­bún­ing síðla árs 2020.

Til að sam­bæri­leg at­b­urðarás end­ur­taki sig ekki þarf að mati starfs­hóps­ins vandaðan und­ir­bún­ingi með aðkomu allra fagaðila sem málið varðar. Ábyrgð og verk­stjórn þarf að vera skýr og næg­an tíma þarf að hafa til að hrinda fyr­ir­fram skil­greind­um mark­miðum í fram­kvæmd. Þá þarf að vera unnt að virkja fag­legt ferli inn­an yf­ir­stjórn­ar heil­brigðismála.

„Það sem við vilj­um gjarn­an benda á er þetta að menn séu þá kannski í framtíðinni að fara sér hæg­ar og það sé ein­hver bremsa í heil­brigðis­kerf­inu. Að menn taki að minnsta kosti fót­inn af bens­ín­gjöf­inni,“ seg­ir Reyn­ir.

Bjart­sýn á framtíðina

Í til­kynn­ingu er þó vak­in at­hygli á því að á Lækna­dög­um 2022 í síðustu viku hafi komið fram að starf­semi í tengsl­um við leg­hálskrabba­meins­skiman­ir sé að kom­ast í gott horf og von­ir standi til þess að skimun­in verði í góðu lagi og komi til með að nýt­ast til þess að efla heilsu kvenna eins og fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert