Náðu erlendum ferðamanni úr sjónum

Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi. mbl.is/Jónas Erlendsson

Björg­un­ar­sveit­ir á Suður­landi og í Vest­manna­eyj­um, ásamt björg­un­ar­skip­um- og bát­um, voru kallaðar út vegna slyss í Reyn­is­fjöru á fimmta tím­an­um síðdeg­is í dag. Þar hafði er­lend­ur ferðamaður farið í sjó­inn með öldu. 

Útkall vegna slyss­ins barst klukk­an tutt­ugu mín­út­ur í fimm og rétt rúm­um klukku­tíma síðar var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kom­in á vett­vang. Var ferðamaður­inn flutt­ur um borð í hana en að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­landi tók skamma stund að ná mann­in­um upp úr sjón­um eft­ir að þyrluna bar að garði.

Björgunarsveitir að störfum í Reynisfjöru nú síðdegis.
Björg­un­ar­sveit­ir að störf­um í Reyn­is­fjöru nú síðdeg­is. mbl.is/​Jón­as Er­lends­son

Maður­inn var á ferð með eig­in­konu sinni í stærri hópi í skipu­lagðri ferð, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu. Hef­ur hún kallað til aðstoð áfallat­eym­is Rauða kross­ins til að hlúa að  fólki úr hópn­um.

Rann­sókn á slys­inu og til­drög­um þess er haf­in af hálfu lög­reglu.

Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um ástand manns­ins.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð miðað við nýj­ustu vend­ing­ar í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert