Vísbendingar um að bólusetning virki verr á BA.5

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir vís­bend­ing­ar vera um það að bólu­setn­ing­ar virki verr á BA.5 af­brigði kór­ónu­veirunn­ar en á önn­ur af­brigði. 

End­ursmit­um af völd­um Covid-19 hef­ur fjölgað veru­lega og mæl­ast nú um 20% af dag­leg­um fjölda smita. Fjölg­un smita teng­ist aukn­ingu á BA.5 af­brigðinu en rann­sókn­ir sýna að það sleppi meira en önn­ur af­brigði und­an ónæmi af völd­um fyrri smita.

Hafa bólu­setn­ing­ar öðru­vísi áhrif á BA.5 en önn­ur af­brigði?

„Það er ekki al­veg ljóst enn sem komið er því þetta af­brigði er til­tölu­lega ný­komið,“ seg­ir Þórólf­ur og bæt­ir við:

„Það eru ekki nein­ar góðar rann­sókn­ir sem liggja fyr­ir en þó eru kannski lík­ur á því að bólu­setn­ing­in virki verr á þetta af­brigði held­ur en önn­ur af­brigði. Það eru ákveðnar vís­bend­ing­ar um það.“

Fyr­ir um tveim­ur vik­um voru end­ursmit 10% dag­legra smita en nú eru þau 20%. Þórólf­ur seg­ist ekki vita hvar þetta end­ar en að á und­an­förn­um vik­um hef­ur hlut­fall end­ursmita verið að aukast. Hann seg­ir það hald­ast í hend­ur við fjölg­un­ina á BA.5 af­brigðinu.

Hvet­ur fólk sem grein­ist heima að fara í PCR

Líkt og áður seg­ir mæl­ast nú end­ursmit um 20% af dag­leg­um fjölda smita. Þó er reiknað með að hlut­fallið sé enn hærra því ekki fara all­ir sem grein­ast á heima­próf­um í op­in­ber próf.

Aðspurður seg­ir Þórólf­ur að fólk sé hvatt til að fara í PCR-próf til að hægt sé að halda bet­ur utan um þess­ar töl­ur en einnig svo það fái op­in­bera staðfest­ingu á sínu smiti.

„Það gæti verið að fólk þyrfti að fá ein­hver vott­orð eða annað slíkt til að ferðast. Maður veit aldrei hvernig það verður og það er ekki hægt að fá vott­orð nema hafa op­in­bera staðfest­ingu á Covid-19,“ seg­ir hann.

Sér fyr­ir sér að 60 ára og eldri fái örvun­ar­skammt

Í skýrslu Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins (ECDC) seg­ir að vernd­in af þriðja bólu­efna­skammt­in­um dvíni á fyrstu þrem­ur mánuðum eft­ir bólu­setn­ingu en að fjórði skammt­ur­inn bæti vernd­ina til muna. Hins veg­ar sé ekki kom­in nægi­leg reynsla á hversu lengi hún var­ir.  

Þórólf­ur seg­ist þó ekki sjá það fyr­ir sér að það komi að því að öll­um verði boðinn fjórði skammt­ur­inn held­ur frek­ar að fólk sem er í ákveðinni hættu og 60 ára og eldri verði boðin örvun­ar­bólu­setn­ing með haust­inu.

„Ég sé það ekki fyr­ir mér að fara að bjóða öll­um örvun­ar­bólu­setn­ingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert