„Óhugnanlegt“ að heyra af skemmdarverkunum

Dagur segir að ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi eigi að …
Dagur segir að ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi eigi að fordæma skilyrðislaust. Samsett mynd

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir það óhugn­an­legt að heyra af skemmd­ar­verk­um á hús­næði Sósí­al­ista­flokks Íslands og hót­un­um í garð Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar, for­manns fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins.

Óskar hann eng­um að ganga að ganga í gegn­um nokkuð af því tagi en sjálf­ur varð hann og fjöl­skylda hans fyr­ir því að skotið var á bíl þeirra fyr­ir utan heim­ilið.

Sam­stöðu þurfi gegn of­beldi og hót­un­um

Dag­ur skrif­ar á face­book-síðu sinni að ógn­an­ir, hót­an­ir, árás­ir og of­beldi eigi að for­dæma skil­yrðis­laust, hver sem á í hlut, enda sé það grund­vall­ar­atriði í lýðræðis­sam­fé­lagi að mynda órofa sam­stöðu gegn slíku þegar stjórn­mála­flokk­ar og stjórn­mála­fólk er ann­ars veg­ar.

„Það er í mín­um huga já­kvætt og eðli­legt að ræða harða orðræðu og hat­urs­fulla í sam­hengi við hót­an­ir og of­beld­is­verk og það hef ég gert áður. Umræðan þarf að batna og koma upp úr skot­gröf­un­um – og það á að ríkja al­gjör samstaða þvert á alla póli­tík og flokkslín­ur gegn of­beldi og hót­un­um,“ skrif­ar Dag­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert