Ísland beitir Íran þvingunaraðgerðum

„Mahsa Amini þurfti að gjalda með lífi sínu fyrir það …
„Mahsa Amini þurfti að gjalda með lífi sínu fyrir það eitt að hún klæddi sig ekki í samræmi við kröfur írönsku siðferðislögreglunnar,“ er haft eftir utanríkisráðherra í tilkynningu. mbl.is/Hákon Pálsson

Ísland mun fram­fylgja þving­un­araðgerðum sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur ákveðið að grípa til gagn­vart Íran, vegna morðs stjórn­valda þar í landi á Masha Am­ini og of­sókn­um gegn friðsöm­um mót­mæl­end­um. 

Aðgerðirn­ar sem nú hef­ur verið gripið til fel­ast í fryst­ingu eigna og ferðabanni til Evr­ópu. Ísland inn­leiðir Evr­ópu­gerðir vegna þving­un­araðgerða varðandi Íran, að því er seg­ir í til­kynn­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

„Verður að bregðast við með skýrri for­dæm­ingu“

„Mahsa Am­ini þurfti að gjalda með lífi sínu fyr­ir það eitt að hún klæddi sig ekki í sam­ræmi við kröf­ur ír­önsku siðferðis­lög­regl­unn­ar. Þá hafa þau sem hafa mót­mælt ör­lög­um henn­ar og því of­ríki sem kon­ur í Íran þurfa að búa við hafa sætt fá­dæma hörku og of­beldi af hálfu yf­ir­valda. Við slíka fram­göngu er ekki hægt að una held­ur verður bregðast við, bæði með skýrri for­dæm­ingu og raun­veru­leg­um aðgerðum,“ er þar haft eft­ir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

Ráðherr­aráð Evr­ópu­sam­bands­ins bætti í gær 11 ein­stak­ling­um og fjór­um lögaðilum á lista yfir þá sem sæta þving­un­araðgerðum sam­kvæmt gild­andi reglu­verki sam­bands­ins en á þving­un­arlista ESB vegna Írans eru nú sam­tals 97 ein­stak­ling­ar og átta lögaðilar. 

Er þar um að ræða ein­stak­linga og stofn­an­ir, þar á meðal siðferðis­lög­reglu og al­menna lög­reglu, sem ým­ist eru tal­in bera ábyrgð á dauða Am­ini eða of­beld­is­full­um aðgerðum gegn mót­mæl­end­um.

Sjálf­virkni er í reglu­gerðinni og því öðlast lista­breyt­ing­ar sjálf­krafa gildi um leið og þær eru birt­ar í Stjórn­artíðind­um ESB. Á þving­un­arlista ESB vegna Írans eru nú 97 ein­stak­ling­ar og átta lögaðilar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert