Lögreglan beri ábyrgð gagnvart sínu fólki

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir mik­il­vægt að stór­efla viðbrögð lög­reglu gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi. Spurn­ing­in um auk­inn vopna­b­urð lög­reglu sé flók­inn en mik­il­vægt sé að auka ör­yggi lög­regluþjóna enda sé notk­un stungu­vopna búin að fær­ast í auk­ana.

Þetta kom fram í máli henn­ar í Silfr­inu í dag á RÚV þar sem hún var gest­ur.

Spurð út í um­mæli Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­málaráðherra sem boðaði stríð gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi í síðustu viku, seg­ir Sig­ríður að ráðherra sé m.a. vera að bregðast við ákalli lög­reglu.

„Lög­regl­an þarf að vera með fleiri frum­kvæðis­verk­efni og fleiri rann­sókn­ir á skipu­lagðri brot­a­starf­semi í gangi að hverju sinni. Það er raun­veru­leg ógn sem að okk­ur steðjar. Við erum að tala um fjár­muna­brot og efna­hags­brot. Al­var­lega skipu­lagða brot­a­starf­semi.“

Áhugi á sam­fé­lagslög­reglu

Hún seg­ir lög­reglu hafa óskað eft­ir styrk­ingu í meira en ára­tug en mik­il­vægt for­varn­ar­starf henn­ar hafi til að mynda verið lagt niður í hrun­inu. Hún seg­ir nú mik­inn áhuga fyr­ir því að styrkja svo­kallaða sam­fé­lagslög­reglu­menn.

„Það er í raun­inni nú­tíma­út­gáf­an af þess­um gömlu hverf­is lög­gæslu­mönn­um.“

Eng­inn að tala um skot­vopn að staðaldri

Sig­ríður seg­ir spurn­ingu um auk­in vopna­b­urð lög­reglu­manna flókna. „Það er eng­inn að tala um að lög­regla beri skot­vopn að staðaldri. Það er bara sér­sveit­in og hún er ekki einu sinni að staðaldri.“

Hún seg­ir lög­regl­una þó bera ábyrgð gagn­vart sínu fólki.

„Þegar fjölg­un stungu­vopna og notk­un þeirra er orðin það mik­il að við þurf­um að fara að huga að ör­yggi okk­ar fólks þá má al­veg skoða hvort það eigi til dæm­is að hafa raf­varn­ar­vopn sem eitt af mögu­leg­um tækj­um og tól­um til að vinna með.  Það er í umræðunni og það hef­ur verið ákall lengi frá lög­reglu­stjór­um sem hafa áhyggj­ur af unga fólk­inu sínu eða fólk­inu sínu. Sem lög­reglumaður veist þú aldrei í hverju þú lend­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert