Lögregla fær að nota rafvarnarvopn

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra hef­ur ákveðið að heim­ila lög­reglu að hefja und­ir­bún­ing að því að taka í notk­un raf­varn­ar­vopn. Þetta kem­ur fram í aðsendri grein ráðherra í Morg­un­blaðinu í dag. Þar seg­ir að áður en lög­reglu­mönn­um verði leyft að bera raf­varn­ar­vopn muni þeir ljúka til­hlýðilegri þjálf­un. Þá verði sett­ar ít­ar­leg­ar verklags­regl­ur um beit­ingu vopn­anna. Jón tel­ur að vopn­in verði ár­ang­urs­ríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu.

Ólaf­ur Örn Braga­son, for­stöðumaður Mennta­set­urs lög­regl­unn­ar og full­trúi í fram­kvæmda­stjórn Embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir að miðað við að regl­un­um verði breytt núna og allt gangi að ósk­um gæti liðið allt að hálft ár áður en ís­lensk­ir lög­reglu­menn fara að nota raf­varn­ar­vopn, gangi útboð um kaup á vopn­un­um greiðlega. Því get­ur verið að fyrstu raf­varn­ar­vopn­in verði tek­in í notk­un eft­ir næstu páska. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert