Treg að viðurkenna breytt samfélag

Fjölnir Sæmundsson, formaður landssambands lögreglumanna.
Fjölnir Sæmundsson, formaður landssambands lögreglumanna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Vopnað fólk, fram­leiðsla á fíkni­efn­um, al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir og áform um hryðju­verk. Þetta er oft sá veru­leiki sem blas­ir við lög­regl­unni. Þessu er oft sagt frá og því kem­ur á óvart hve mik­il tregða er meðal til dæm­is ráðamanna og al­menn­ings við að meðtaka þess­ar staðreynd­ir og viður­kenna að svona sé sam­fé­lag okk­ar orðið,“ seg­ir Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna.

Of­beld­is­mál eru al­geng

Viðhorfs­breyt­inga er þörf svo lög­regl­an fái meira svig­rúm til þess að bregðast við veru­leik­an­um. Þetta seg­ir Fjöln­ir sem í þessu sam­bandi vís­ar meðal ann­ars til svo­nefnds Banka­stræt­is­máls sem upp kom í nóv­em­ber síðastliðnum.

Þá réðst flokk­ur glímu­klæddra manna inn á skemmti­stað í miðborg Reykja­vík­ur og stakk þrjá menn með hníf­um. Árás þessi tengd­ist upp­gjöri milli glæpa­gengja. Fleiri árás­ir og fíkni­efna­mál mætti í þessu sam­bandi til­taka: til­vik þar sem lög­regla hef­ur stigið inn af þunga og varað við þróun mála.

„Of­beld­is- og fíkni­efna­mál sem lög­regl­an kem­ur að eru al­geng. Í slík­um verk­efn­um er fólkið sem lög­regl­an þekk­ir og þarf gjarn­an að hafa af­skipti af jafn­vel auðveld­ast allra við að eiga. Veit sem er að þegar lög­regl­an mæt­ir er til­gangs­laust að streit­ast á móti. Hark­an í þess­um kima sam­fé­lags­ins hef­ur auk­ist og þá verður að hafa í huga að lög­regl­an er í dag skipuð frem­ur ungu fólki með tak­markaða reynslu. Meðal­ald­ur þeirra sem eru í al­mennu lög­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í dag er 27 ár og tími í starfi er að jafnaði þrjú ár. Af þessu hef ég áhyggj­ur.“

Ítar­legt viðtal við Fjölni má lesa í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert