Konan fannst látin nálægt heimili sínu

Kona á fer­tugs­aldri sem varð úti fyr­ir jól fannst skammt frá heim­ili sínu efst í Mos­fells­bæn­um ná­lægt því sem heit­ir Esju­mel­ar, að sögn Gríms Gríms­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Við feng­um til­kynn­ing­una 20. des­em­ber. Þetta ger­ist vænt­an­lega dag­ana þarna á und­an,“ seg­ir Grím­ur í sam­tali við mbl.is en vit­laust veður hafði verið á land­inu.

Grímur Grímsson segir að andlát konunnar sé rannsakað sem slys.
Grím­ur Gríms­son seg­ir að and­lát kon­unn­ar sé rann­sakað sem slys. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Grím­ur seg­ir að ekki hafi verið búið að lýsa eft­ir kon­unni en talið er að hún hafi lát­ist af völd­um of­kæl­ing­ar.

„Rann­sókn­in hef­ur leitt það í ljós að við telj­um ekki að um hafi verið að ræða ein­hverja refsi­verða hátt­semi,“ seg­ir Grím­ur.

Ekki endi­lega til­kynnt um slys

Hann seg­ir að litið sé á málið sem slys jafn­vel þó að mannslát hafi orðið og það sé ástæðan fyr­ir því að ekki var til­kynnt um and­látið fyrr en í gær.

„Við höf­um ekki endi­lega verið að til­kynna um slys. Ef þetta hefði verið þannig að það hefði verið lýst eft­ir henni og það hefði orðið mál í fjöl­miðlum þannig, þá hefðum við auðvitað látið vita af því að viðkom­andi hefði fund­ist en þarna er ekki um það að ræða,“ seg­ir Grím­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert