Óskar eftir upplýsingum um rafvopn

Skúli Magnússon.
Skúli Magnússon. mbl.is/Eggert

Skúli Magnús­son, umboðsmaður Alþing­is, hef­ur óskað eft­ir upp­lýs­ing­um og skýr­ing­um frá dóms­málaráðherra á breyt­ing­um á regl­um um vald­beit­ingu lög­reglu­manna og meðferð og notk­un vald­beit­ing­ar­tækja og vopna þar sem kveðið er á um heim­ild lög­regluþjóna til að beita raf­byss­um. 

Bréf umboðsmanns var sent á ráðherra í gær. Þar er meðal ann­ars bent á að sam­kvæmt lög­um um Stjórn­ar­ráð Íslands skuli halda rík­is­stjórn­ar­fundi um mik­il­væg stjórn­ar­mál­efni. 

Vill vita hvort málið hafi verið rætt í rík­is­stjórn

Ráðherra er beðinn um eft­ir­far­andi upp­lýs­ing­ar og skýr­ing­ar eigi síðar en 6. fe­brú­ar nk.:

  • Þess er óskað að ráðherra upp­lýsi hvenær hann hafi und­ir­ritað breyt­ingu á fyrr­greind­um regl­um á þá leið að lög­reglu sé heim­iluð notk­un svo­nefndra raf­varn­ar­vopna.
  • Þess er óskað að ráðherra upp­lýsi ann­ars veg­ar hvenær um­rædd­ar regl­ur voru send­ar til birt­ing­ar í Stjórn­artíðind­um og hins veg­ar hvort þær hafi verið send­ar og/​eða kynnt­ar rík­is­lög­reglu­stjóra sér­stak­lega. Þá er einnig óskað upp­lýs­inga um hvort ráðherra hafi gefið rík­is­lög­reglu­stjóra ein­hver fyr­ir­mæli um und­ir­bún­ing fyr­ir fram­kvæmd regln­anna og þá án til­lits til birt­ing­ar þeirra í Stjórn­artíðind­um.
  • Þess er óskað að ráðherra upp­lýsi hvort hon­um hafi verið kunn­ugt um þá af­stöðu for­sæt­is­ráðherra sem áður grein­ir að sam­tal um þetta mál þyrfti að eiga sér stað inn­an rík­is­stjórn­ar.
  • Þess er óskað að ráðherra upp­lýsi og skýri hvort og þá á grund­velli hvaða mats full­nægt hafi verið fyrr­greind­um áskilnaði 2. töluliðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 115/​2011 og 17. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar viðvíkj­andi upp­b­urði mála í rík­is­stjórn og þá m.a. með til­liti til þess hvort téð stjórn­valds­fyr­ir­mæli hafi falið í sér mik­il­væga stefnu­mörk­un eða áherslu­breyt­ing­ar.
  • Að lok­um er þess óskað að umboðsmanni verði af­hent af­rit þeirra gagna sem varpað geta ljósi á mál­efnið, þ.m.t. und­ir­ritað ein­tak um­ræddra breyt­ing­a­reglna og staðfest­ingu á send­ingu þeirra til birt­ing­ar í Stjórn­artíðind­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert