„Þetta er skipbrot viðræðna“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sést hér á ljósmynd með …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sést hér á ljósmynd með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Ríkissáttasemjari boðaði þau á fund í Karphúsinu kl. 10.30 í morgun þar sem hann kynnti miðlunartillöguna. mbl.is/Hákon

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að miðlun­ar­til­laga sem Aðal­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari kynnti í kjara­deilu SA og Efl­ing­ar í morg­un sé von­brigði. 

Hann seg­ir að til­lag­an sýni að báðum aðilum hafi mistek­ist í samn­ingaviðræðunum.

„Þetta er skip­brot viðræðna. Það hef­ur verið afstaða Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í ára­tugi að kalla ekki eft­ir inn­grip­um rík­is­valds­ins í kjara­deil­ur. Og það á líka við í þess­ari deilu okk­ar við Efl­ingu,“ seg­ir Hall­dór í sam­tali við mbl.is. 

Hann seg­ir jafn­framt að rík­is­sátta­semj­ari sé með þessu að ganga á rétt beggja samn­ingsaðila til að ná kjara­samn­ingi.

„Ef ég skil hann rétt á blaðamanna­fund­in­um þá hef­ur hann metið sem svo að þessi deila væri í óleys­an­leg­um hnút og það yrði að höggva á hann.“

Hvað varðar fyr­ir­huguð verk­föll, þá seg­ir Hall­dór að það hafi verið hans trú að Efl­ingu hefði ekki orðið ágengt með slík­um aðgerðum.

„Við höf­um talað al­veg skýrt um það að verka­lýðsfé­lög sem boða verk­föll og fram­kvæma verk­föll á um­bjóðend­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fyr­ir­geri sér aft­ur­virkni kjara­samn­inga. En núna er rík­is­sátta­semj­ari að bjóða þessa sömu aft­ur­virkni sem er miður og ég er ósátt­ur við,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín.

Næstu skref séu að fara yfir til­lög­una og kynna hana fyr­ir fyr­ir­tækj­um. Lík­lega verði boðað til kynn­ing­ar­fund­ar í dag eða á morg­un. 

Rík­is­sátta­semj­ari boðaði þau Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóra SA, og Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar, á fund í Karp­hús­inu kl. 10.30 í morg­un þar sem hann kynnti miðlun­ar­til­lög­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert