Borgin gæti þurft að greiða meira

Ásmundur Einar var vongóður um að allt gangi upp og …
Ásmundur Einar var vongóður um að allt gangi upp og þjóðarhöll rísi að óbreyttu í Laugardal árið 2025. Ljósmynd/Morgunblaðið

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, var bjartsýnn um uppbyggingu þjóðarhallar á Sprengisandi í dag. Hann segir samtal ríkis og borgar um kostnaðarskiptinu ganga vel.

„Nú hafa þrír til fjórir fundir á milli borgar og ríkis farið fram sem það gengur vel að ræða hvernig aðkoma beggja aðila verður að þessu.“

Breyttar forsendur

Ásmundur tók undir að breyttar kostnaðarforsendur geti breytt upphæð framlags borgarinnar en segir það eðlilegt að áætlanir geti breyst í takti við breyttar forsendur, þannig gæti borgin þurft að greiða meira en áætlað var. 

Hann sagði traust hafa skapast bæði innan framkvæmdanefndarinnar og innan stýrihópsins. 

Spurður hvort áætlanir um þjóðarhöll njóti trausts formanns Framsóknar, Sigurðar Inga Jóhannssonar, segir Ásmundur svo vera, þrátt fyrir yfirlýsingar Sigurðar um annað.

„Það eru fáir sem hvetja mig jafn kraftmikið áfram í þessu máli og hann,“ sagði Ásmundur í þættinum í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert