Aflýsa öllu innanlandsflugi

Innanlandsflug hefur verið á áætlun í morgun en vegna veðurs …
Innanlandsflug hefur verið á áætlun í morgun en vegna veðurs hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa flugi það sem eftir lifir dags. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hefur tekið ákvörðun um að aflýsa öllu innanlandsflugi það sem eftir lifir dags. Í skriflegu svari til mbl.is kemur fram að farþegum hafi verið send breytt flugáætlun með smáskilaboðum og tölvupósti.

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi víða um land síðdegis í dag. Innanlandsflug Icelandair hefur verið á áætlun í morgun en vegna veðurs hefur var tekin ákvörðun um að aflýsa flugi.

Fram kom í gær að flugfélagið hefði flýtt brottfarartíma sex flugferða í millilandaflugi í dag vegna veðurs. Þá gerði félagið ráð fyrir að stærstur hluti flugáætlunarinnar myndi standast. Tekið var þó fram að viðskiptavinum yrði gert viðvart í tölvupósti eða með SMS-skilaboðum ef frekari breytingar yrðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka