Víða lokað en Hellisheiði opin

Appelsínugul veðurviðvörun er enn í gildi á Suður- og Suðausturlandi.
Appelsínugul veðurviðvörun er enn í gildi á Suður- og Suðausturlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er lokað á milli Víkur og Jökulsárlóns en ófært er á milli Jökulsárlóns og Hafnar.

Þá er sömuleiðis lokað fyrir umferð um Mosfellsheiði og er vegurinn þar á óvissustigi til klukkan 9. Þá er Krýsuvíkurvegur sömuleiðis lokaður. Mjög hvasst er á Kjalarnesi og eru ökumenn varaðir við sandfoki.

Veðurviðvaranir eru enn í gildi í flestum landshlutum. Á Suður- og Suðausturlandi eru þær appelsínugular, en annars staðar eru þær gular.

Víða er ófært á Vesturlandi, hálka, hálkublettir og snjóþekja eru víðast hvar, og mjög hvasst.

Vegurinn um Öxnadalsheiði er einnig lokaður. Beðið er með mokstur vegna veðurs. Nýjar upplýsingar eru væntanlegar klukkan 10.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um færðina inn á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka