Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar gildir fyrir allt landið nema á Vestfjörðum, …
Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar gildir fyrir allt landið nema á Vestfjörðum, þar sem er gul viðvörun. Skjáskot/Veðurstofan

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á öllu landinu hafa lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs sem framundan er. 

Ákveðið var á samráðsfundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag að samhæfingarstöð Almannavarna verði virkjuð klukkan 5 í fyrramálið.

Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar tekur fyrst gildi klukkan 6 í fyrramálið á vesturhelmingi landsins og klárast síðast á Austfjörðum, klukkan 13.30, þegar veðrið hefur að mestu gengið yfir.

„Almannavarnir biðla til almennings um að ganga frá lausamunum til að fyrirbyggja foktjón. Einnig er mikilvægt að byggingarfyrirtæki hugi að sínum svæðum og geri viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir og draga úr tjóni. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið er verst hverju sinni. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka