Öllu flugi aflýst í kvöld og í fyrramálið

Innanlandsflugi til Akureyrar og Egilsstaða í fyrramálið hefur einnig verið …
Innanlandsflugi til Akureyrar og Egilsstaða í fyrramálið hefur einnig verið aflýst vegna veðurs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öllu flugi með flugvélum Icelandair frá Norður-Ameríku til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna veðurs. Einnig hefur öllu morgunflugi til Evrópu í fyrramálið verið aflýst og sömuleiðis komum frá Evrópu seinnipartinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en þar er bætt við að flugi til Tenerife og Las Palmas verði seinkað, en ekki aflýst.

Innanlandsflugi til Akureyrar og Egilsstaða í fyrramálið hefur einnig verið aflýst vegna veðurs. 

Flugfélagið gerir ráð fyrir því að síðdegisflug til Norður-Ameríku og til Lundúna verði á áætlun á morgun, til viðbótar við auka flug sem sett hefur verið upp til Kaupmannahafnar síðdegis.

„Allir farþegar verða endurbókaðir sjálfkrafa og ný ferðaáætlun send með tölvupósti. Farþegum er bent á að fylgjast með tölvupósti og smáskilaboðum frá flugfélaginu varðandi breytta flugáætlun. Ekki er nauðsynlegt að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun henti ekki,“ segir í tilkynningu Icelandair.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka