Óttast einangrun og hóta neitunarvaldi

ÍSlensk stjórnvöld hafa hótað því að beita neitunarvaldi gegn losunarkvótakerfi …
ÍSlensk stjórnvöld hafa hótað því að beita neitunarvaldi gegn losunarkvótakerfi Evrópusambandsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur ljóst að Íslendingar eigi oft ekki aðra samgöngukosti en flug. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk stjórn­völd hafa hótað því að beita neit­un­ar­valdi í sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni komi til þess að kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir viðskipti með heim­ild­ir til los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda verði tekið upp í samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES), án þess að Íslandi verði veitt­ar und­anþágur. Telja ís­lensk stjórn­völd hættu á að flug­sam­göng­ur til og frá land­inu skerðist til muna.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un norska blaðsins Dagsa­visen í dag.

Þar seg­ir að ís­lensk stjórn­völd telji upp­töku los­un­ar­kvóta­kerf­is­ins hafa í för með sér aukna álagn­ingu á flug­sam­göng­ur sem kem­ur Íslandi sér­stak­lega illa vegna land­fræðilegr­ar legu lands­ins. Í bréfi ís­lenskra stjórn­valda til fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins segja ís­lensk stjórn­völd að landið geti verið í hættu um að ein­angr­ast þar sem flug er oft eina tæka sam­göngu­leiðin og mik­il­væg teng­ing við um­heim­inn.

Íslensk stjórnvöld telja losunarkvóta hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samg0ngur til …
Íslensk stjórn­völd telja los­un­ar­kvóta hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir sam­g0ng­ur til og frá land­inu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þá sé í bréf­inu bent á að til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins mis­muni flugi yfir Atlants­haf við milli­lend­ingu á Íslandi.

Flug­ferð sem hefst í Frankfurt og stopp­ar á Íslandi myndi í kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins þurfa að greiða fullt los­un­ar­gjald fyr­ir legg­inn Frankfurt-Reykja­vík þar sem flugið er inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins, en ekki er full gjald­skylda frá Reykja­vík til New York. Á móti ef vél­in flýg­ur beint til New York frá Frankfurt fær hún ekki fulla gjald­skyldu.

Þetta telja ís­lensk stjórn­völd verða til þess að flug­fé­lög velji frek­ar að sleppa viðkomu á Íslandi.

Koma fólki í lest­ir

„Þetta bréf snýr ein­göngu að flug­sam­göng­um,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. „Til­gang­ur breyt­ing­anna er að beina fólki í lest­ir eða al­menn­ings­sam­göng­ur í stað þess að fara í flug. Við Íslend­ing­ar erum aft­ur á móti með þá sér­stöðu að við get­um ekki nýtt aðra sam­göngu­kosti en flug frá land­inu.“

Þá seg­ir hún jafn­framt að eng­ar um­hverf­i­s­væn­ar lausn­ir séu í boði hvað flug­véla­eldsneyti í lengri flug­ferðum varðar. „Þessi aðferðafræði bitn­ar því hlut­falls­lega verr á okk­ur en nokkru öðru landi.“

Komi til þess að gripið verði til neit­un­ar­valds verður það í fyrsta sinn í sögu EES sem því er beitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert