Álíka ástand og síðasta sunnudag

Gul viðvörun tekur gildi í kvöld og á morgun verður …
Gul viðvörun tekur gildi í kvöld og á morgun verður appelsínugul viðvörun á hluta landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjördís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Al­manna­varna, segir að áhrif veðursins sem verður um helgina gætu orðið svipuð og síðasta sunnudag.

Samráðsfundur almannavarna stendur nú yfir þar sem rætt er veðrið framundan og möguleg áhrif þess.

Í rúm­an sól­ar­hring verða gul­ar og app­el­sínu­gul­ar veðurviðvar­an­ir í gildi víða um land, frá því klukk­an 20 í kvöld og fram á aðfaranótt sunnu­dags.

„Okkur finnst ekkert ólíklegt að þetta hafi sömu áhrif og síðasta sunnudag en sem betur fer ekki á jafn stóru svæði,“ sagði Hjördís í samtali við mbl.is áður en fundurinn hófst klukkan 16.

Hún segir að í þetta skiptið sleppi höfuðborgarsvæðið, Austurland og Suðurland við versta hvellinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka