„Á augabragði breyttist það“

Mynd úr samhæfingarstöðinni í Adiyaman
Mynd úr samhæfingarstöðinni í Adiyaman Innsend

„Í gær­morg­un hélt ég að ég væri að fara heim með þess­ari sviss­nesku vél en síðan á auga­bragði breytt­ist það,“ seg­ir Sól­veig Þor­valds­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. Sól­veig er bygg­inga­verk­fræðing­ur og fé­lagi í Lands­björg, stödd í Adiyam­an í Tyrklandi.

Hinn 6. fe­brú­ar, í kjöl­far skjálft­anna í Sýr­landi og Tyrklandi, hringdi ut­an­rík­is­ráðuneyti Íslands í Lands­björg til að kanna hvort þau gætu sent teymi til aðstoðar í land­inu. Um kvöld þess sama dags voru ell­efu lands­bjarg­arliðar á leið til Tyrk­lands. 

„Við lent­um hérna um morg­un­inn, svo tók okk­ur ein­hverja klukku­tíma að fara í bæ­inn, sem heit­ir Hatay.“

„Maður tékk­ar ekk­ert inn á hót­el“

Hóp­ur­inn er skipaður tveim­ur verk­fræðing­um, ein­um lækni, fjór­um sem skyldu vinna í svo­kallaðri sam­hæf­ing­ar­stöð og fjór­um sem skyldu starfa við búða- og ör­ygg­is­mál. Slíka fjöl­breytni seg­ir Sól­veig hafa verið nauðsyn­lega ef þau ættu að geta verið sjálf­stæð þarna úti.

„Það skipt­ir rosa­lega miklu máli þegar maður fer á svona stað. Maður tékk­ar ekk­ert inn á hót­el. Maður þarf að geta slegið upp eig­in tjald­búðum og verið sjálf­stæður.“

Húsarústir í Hatay á Tyrklandi.
Hús­a­rúst­ir í Hatay á Tyrklandi. AFP

Í sam­hæf­ing­ar­stöðvun­um sér hóp­ur­inn um sam­hæf­ingu viðbragða og vinnu­bragða um landið. Þau eru í sam­skipt­um við nokkr­ar vett­vangs­stjórn­ir svo­kallaðar í land­inu og hver vett­vangs­stjórn hef­ur síðan sam­band við bæi og sveit­ir í sínu hverfi.

„Þetta er að keyr­ast niður“

Í upp­hafi starfaði ís­lenski hóp­ur­inn á sam­hæf­ing­ar­stöð í Hatay. Sú stöð var leidd af Hol­lend­ing­um en hol­lenski hóp­ur­inn hef­ur nú ákveðið að snúa heim. Því þurfti að flytja búðirn­ar eitt­hvað annað.

Íslenski hóp­ur­inn var ekki með næg­an búnað til þess að halda uppi stöð í land­inu sjálf­ur en banda­ríska rúst­a­björg­un­ar­sveit­in beidd­ist aðstoðar við sína vinnu og mun því hluti hóps­ins verða aðeins leng­ur í land­inu.

Nú er hluti hóps­ins á leiðinni heim til Íslands og lend­ir í fyrra­málið. Sól­veig er meðal þeirra sem eft­ir verða og skilst henni að henn­ar viðvera í Tyrklandi verði að há­marki fimm dög­um lengri. „Ég held að þetta verði ekki fimm dag­ar, þetta er al­veg að keyr­ast niður,“ seg­ir Sól­veig að lok­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert