Enn með hugann úti í Tyrklandi

Tekið var á móti teyminu í Skógarhlíðinni.
Tekið var á móti teyminu í Skógarhlíðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Sól­veig Þor­valds­dótt­ir, sem fór fyr­ir ís­lenska sam­hæf­ing­ar­t­eym­inu í Tyrklandi, tel­ur Íslend­inga geta verið stolta af fram­lagi þjóðar­inn­ar til björg­un­ar­starfs­ins á jarðskjálfta­svæðinu.

Hún er nú ný­kom­in heim ásamt þeim Friðfinni Guðmunds­syni, Svövu Ólafs­dótt­ur og Lár­usi Björns­syni en ferðalagið frá Tyrklandi tók þau hátt í tvo sól­ar­hringa. Hóp­ur­inn lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli á fjórða tím­an­um í dag en þaðan var för­inni heitið í Skóg­ar­hlíðina þar sem þeim var tekið fagn­andi með heiðurs­boga.

„Mér líður bara vel vegna þess að ég held að við höf­um gert gagn. Það er aðal­mark­miðið, að gera gagn,“ seg­ir Sól­veig í sam­tali við mbl.is. „Ég veit fyr­ir víst að við hjálpuðum við að gera þess­ar aðgerðir betri.“

Teymið rennur í hlað.
Teymið renn­ur í hlað. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Tekið þátt í átta alþjóðleg­um björg­un­araðgerðum

Sól­veig starfaði áður sem fram­kvæmda­stjóri hjá Al­manna­vörn­um rík­is­ins og hef­ur reynslu af því að sam­hæfa aðgerðir en þetta mun vera í átt­unda skiptið sem að hún tek­ur þátt í alþjóðlegu björg­un­ar­starfi. 

„Það er alltaf eitt­hvað nýtt sem að kem­ur á óvart,“ seg­ir Sól­veig sem er á leið á árs­fund alþjóðlegra rúst­a­björg­un­ar­sveita í næstu viku. Þar verða aðgerðirn­ar í Tyrklandi til umræðu og hvernig megi bæta það alþjóðlega kerfi sem fer í gang þegar slík­ar hörm­ung­ar verða.

Að sögn Sól­veigu hef­ur Lands­björg átt virk­an þátt í því að þróa það kerfi á síðustu árum. „Við erum eng­ir nýgræðing­ar í þessu.“

Gáfu al­manna­vörn­um í Tyrklandi búnaðinn

Teymið var vel klyfjað á leiðinni út en meðferðis voru meðal ann­ars tvö stór tjöld, kló­sett, sturt­ur, mat­ur, lækn­is­búnaður, vatn, kókó­mjólk og aðrar nauðsynj­ar. Fjór­menn­ing­arn­ir komu þó með mun létt­ari far­ang­ur heim þar sem búnaður­inn var að mestu skil­inn eft­ir í Tyrklandi. 

„Við höfðum ekki leng­ur þörf á þessu og gáfu al­manna­vörn­um í Tyrklandi búnaðinn. Annað tjaldið fór í að hýsa túlka og hitt tjaldið var nýtt sem stjórn­stöð fyr­ir al­manna­varn­ir.“

Stöðugt áreiti

En hvernig er að vera kom­in heim?

„Þetta er sér­stakt. Það tek­ur ein­hvern tíma að vinda ofan af þessu öllu sam­an í koll­in­um á mér. Ég er enn þá með hug­ann þarna úti,“ seg­ir Sól­veig sem tel­ur að hún muni þurfa nokkra daga til þess að ná sér al­veg niður.

„Það eru tólf dag­ar sem líða frá því að beiðnin um að fara út kem­ur og þangað til að við kom­um heim. All­an tím­an er stöðugt áreiti, maður er alltaf að hugsa um þetta mál og svo næsta mál og næsta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert