Erfiðast verið að útvega húsnæði

Fjöldi barna frá Úkraínu hefur fengið dvalarleyfi hér á landi.
Fjöldi barna frá Úkraínu hefur fengið dvalarleyfi hér á landi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á þriðja þúsund flótta­menn frá Úkraínu hafa leitað hæl­is hér á landi frá því að stríðið þar hófst með inn­rás Rússa. Eru kon­ur og börn í mikl­um meiri­hluta flótta­fólks­ins. Sam­tals sóttu 2.345 Úkraínu­menn um hæli í fyrra en 237 það sem af er þessu ári. Al­gjör óvissa rík­ir um það hvort fjölg­ar í þess­um hópi á næstu vik­um og mánuðum. Það ræðst af gangi styrj­ald­ar­inn­ar en ár er liðið í dag frá því að hún braust út.

Í stór­um drátt­um hef­ur mót­taka þessa fjöl­menna hóps gengið vel að sögn Gylfa Þórs Þor­steins­son­ar sem stýr­ir mál­um af hálfu stjórn­valda. Mest­ur vandi hef­ur verið að út­vega hús­næði. Vel hef­ur gengið að finna fólk­inu at­vinnu, þótt ekki hafi all­ir fengið vinnu í sam­ræmi við mennt­un og reynslu. Flest­ir flótta­mann­anna, um 700, eru með at­vinnu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Gylfi Þór seg­ir að marg­ar úkraínsk­ar fjöl­skyld­ur hafi brugðið á það ráð að leigja sam­an íbúðir til að byrja með þótt þröngt sé um þær við slík­ar aðstæður. Mörg­um finn­ist allt betra en að vera heima í stríðsátök­un­um.

Átta sveit­ar­fé­lög taka við flótta­mönn­um

Íslensk stjórn­völd hafa lagt fram á þriðja millj­arð króna í stuðningi við Úkraínu, eft­ir að stríðið hófst, auk þess sem ýms­ar hjálp­ar­stofn­an­ir hér á landi hafa safnað fjár­mun­um, sem og ís­lensk fyr­ir­tæki. Búið er að semja við sjö sveit­ar­fé­lög um mót­töku flótta­manna og hið átt­unda bæt­ist við í dag, Vest­manna­eyj­ar, þegar Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son ráðherra geng­ur frá samn­ingi við Eyja­menn sem ætla að taka við allt að 30 manns. Hin sjö eru Ak­ur­eyri, Árborg, Hafn­ar­fjörður, Horna­fjörður, Reykja­nes­bær, Reykja­vík­ur­borg og Múlaþing.

Í aðsendri grein í blaðinu í dag fjalla Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra nán­ar um stuðning Íslands við stjórn­völd í Úkraínu.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert