„Ekki tekið til baka ef þið fallið niður“

Ís á Pollinum við Akureyri. Mynd úr safni.
Ís á Pollinum við Akureyri. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lögreglunni á Akureyri hefur nokkrum sinnum verið tilkynnt um að fólk hafi farið út á Pollinn, sem lagt hefur í frosthörkunum að undanförnu.

Varar lögreglan fólk við því að fara út á lagnaðarísinn.

Sjórinn um frostmark

„Það er ekki tekið til baka ef þið fallið niður um vök og/eða undir ísinn,“ segir í tilkynningu frá embættinu og tekið fram að það sé raunar mjög hættulegt að fara út á ísinn.

„Bæði er sjórinn um frostmark og síðan er straumur í firðinum og ekkert víst að þið komist upp aftur og erfitt að ná til þeirra sem falla niður,“ segir þar enn fremur.

Biðlað er til foreldra að ítreka við börn sín að þetta sé afar hættulegur leikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka