Snjólögin veik um þessar mundir

Flóð í Múlakollu í gær.
Flóð í Múlakollu í gær. Ljósmynd/Veðurstofan

Varað var við töluverðri hættu á snjóflóðum á Austfjörðum, í innanverðum Eyjafirði og á utanverðum Tröllaskaga í gær. Veðrið er betra í dag og minni líkur á að snjóflóð falli af sjálfu sér en vísbendingar eru um að snjólögin séu veik um þessar mundir. Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands varar útivistarfólk að vera á ferð í brattlendi.

„Það er ekkert flóð að fara að falla af náttúrulegum orsökum núna og einungis fólk sem gæti sett af stað flóð núna. Það er gott veður í dag en það þyrfti að vera meiri vindur og úrkoma til þess að flóð færu að falla af sjálfu sér,“ seg­ir vaktahafandi sér­fræðing­ur á snjóflóðavakt Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is og bætir við að mögulega gætu flóð þó fallið á Austfjörðum vegna veðurs í dag.

Beina tilmælum til útivistarfólks

Nokkur snjóflóð hafa fallið á Aust­fjörðum síðustu daga, þau stærstu í ná­grenni við Eskifjörð. Snjóflóðin eru ekki nálægt byggð og beinir snjóflóðavaktin því til fólks sem stundar útivist í bröttum hlíðum og á að vita af hættunni að vera ekki á ferðinni.

„Það þarf að fara varlega í brattlendi því þar er nýr snjór og einhverjir veikleikar og hafa flóð fallið. Núna erum við komin inn í tímabil þar sem fólk fer á fjallaskíði og vélsleða og þurfa þau að fara sérstaklega varlega núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka