Erfitt að regluvæða ólíkt mat á málum

Katrín Jakobsdóttir og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir. Samsett mynd

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, í sér­stök­um umræðum í þing­inu í gær hvað hún hygg­ist gera í ljósi sam­ráðsleys­is Jóns Gunn­ars­son­ar, dóms­málaráðherra, við reglu­gerðarbreyt­ingu á vopna­varn­ar­lög­um þar sem lög­reglu var veitt heim­ild til breyt­ingu raf­vopna.  

Umboðsmaður alþing­is sagði á dög­un­um í áliti sínu að Jón hafi farið á svig við góða stjórn­sýslu­hætti með því að taka málið ekki upp á rík­is­stjórn­ar­fundi.  

Arn­dís Anna sagði í pontu að per­sónu­leg eða póli­tísk afstaða Jóns væri í for­grunni reglu­gerðarbreyt­ing­ar á vopna­lög­un­um. Spurði hún Katrínu Jak­obs­dótt­ur hvað hún hygg­ist gera í kjöl­far álits umboðsmanns og hvort meint brot við stjórn­ar­skrá og á lög­um um sam­ráð um rík­is­stjórn ætti að verða óátalið.

Sam­ráð tryggi ekki samþykki allra 

For­sæt­is­ráðherra sagði að það væri skýrt í lög­um það væri mat hvers ráðherra hvenær mál þættu mik­il­væg með til­liti til þess hvort bera ætti þau upp í rík­is­stjórn. Í for­grunni væri ólíkt mat henn­ar og Jóns um mik­il­vægi máls­ins. 

Katrín sagði einnig að hún væri sam­mála Umboðsmanni Alþing­is um að málið ætti að hafa verið tekið upp í rík­is­stjórn sem síðar var gert. Sam­ráðið hefði hins veg­ar eng­an veg­inn sjálf­krafa í för með sér að all­ir væru sam­mála í rík­is­stjórn. 

Arndís Anna og Þórunn Sveinbjarnardóttir í þingsal.
Arn­dís Anna og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir í þingsal. Eggert Jó­hann­es­son

Þá sagði hún að ráðherra­nefnd­ir hefðu nokkuð góða yf­ir­sýn yfir helstu mál rík­is­stjórn­ar og nokkuð góð yf­ir­sýn væri til staðar. Hins veg­ar tak­markaði það vald­heim­ild­ir for­sæt­is­ráðherra að það væri mat hvers ráðherra hvort bera skuli mál upp í rík­is­stjórn eða ekki.

Vinna að siðaregl­um 

Þá sagði Katrín að hún teldi vand­kvæðum bundið að skrifa mat á mik­il­vægi mála í verklags­regl­ur og hvernig væri hægt að þétta sam­ráðið en þó væri verið að vinna að siðaregl­um ráðherra. Sagði hún að póli­tískt væri ólíkt mat á sum­um mál­um inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hún geti ekki séð hvernig það að ráðherr­ar ræði sýn sína sem gæti verið ólík eft­ir flokk­um að það hefði áhrif á traust al­menn­ings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert