Allt að 265% verðmunur á milli verslana

Mikill verðmunur er á matvöru milli verslana.
Mikill verðmunur er á matvöru milli verslana. Samsett mynd

Mun­ur á lítra­verði af fljót­andi þvotta­efni er allt að 265% milli versl­ana. Meðal­verð á mat­vöru í Bón­us er það lægsta á land­inu sam­kvæmt verðkönn­un verðlags­eft­ir­lits Alþýðusam­bands Íslands sem fór fram þann 28. mars. Meðal­verð var hæst í Heim­kaup og Ice­land.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá ASÍ. 

Verð á mat­vöru í Bón­us eru að meðaltali 4% yfir lægsta verði og verð í Krón­unni 8%. Meðal­verð í Fjarðar­kaup var 13% frá því lægsta, Nettó 15% og Kjör­búðin og Hag­kaup 22%. Í Ice­land er meðal­verð 35% yfir lægsta verði og í Heim­kaup 36%.

Hillu­verð á 140 vör­um var skráð niður og borið sam­an á milli búða. Ef af­slátt­ur er tek­inn fram á hillu er hann tek­inn til greina.

60% verðmun­ur á nauta­lund

Á fros­inni nauta­lund fannst 60% mun­ur á hæsta og lægsta kílóverði, sem var 4.999 krón­ur í Nettó og 7.899 krón­ur í Fjarðar­kaup­um.

166% mun­ur fannst á lægsta kílóverði á rauðkáli í krukku eða dós, 206% verðmun­ur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnu mangói, 117% mun­ur á kílóverði af haframjöli og 265% mun­ur á lítra­verði af fljót­andi þvotta­efni frá Neutral.

Mik­ill verðmun­ur var á vör­um af sömu frá sama vörumerki. Til að mynda var 48% mun­ur á hæsta og lægsta verði á Hell­manns maj­o­nesi sem kostaði minnst, 399 krón­ur í Fjarðar­kaup og mest í Hag­kaup, 589 kr.

Grett­ir, ost­ur frá Goðadöl­um, kost­ar 1.035 krón­ur í Fjarðar­kaup en 1.759 krón­ur í Ice­land, um 70% verðmun­ur.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um könn­un­ina má nálg­ast á vef ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert