Páll búinn að áfrýja dómi til Landsréttar

Páll Vilhjálmsson.
Páll Vilhjálmsson. mbl.is

Páll Vilhjálmsson, kennari og bloggari, er búinn að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar, fyrrverandi blaðamanna Kjarnans og núverandi Heimildarblaðamanna, gegn honum. 

Héraðsdómur dæmdi tvenn ummæli Páls ómerk þar sem hann bendlaði fyrrum Kjarnamenn við byrlun og sakaði þá um stuld á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja. Þá var honum gert að greiða fyrrverandi Kjarnamönnum 300 þúsund krónur hvorum. 

Ummælin sem um ræðir voru eftirfarandi:

„Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, [...] eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.“

Í hinum ummælunum hélt Páll því fram að þeir Arnar og Þórður yrðu ákærðir fyrir verknaðinn.

„Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september [2022],“ skrifaði Páll, en RSK er skammstöfun sem vísar til Ríkisútvarpsins, Stundarinnar og Kjarnans. Síðastnefndu miðlarnir tveir sameinuðust undir merkjum Heimildarinnar í byrjun árs.“

Arnar Þór Ingólfsson við skýrslutöku.
Arnar Þór Ingólfsson við skýrslutöku. mbl.is/Árni Sæberg
Þórður Snær Júlíusson
Þórður Snær Júlíusson mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert