Ís­lenskur höfuð­paur hand­tekinn í Brasilíu

Lög­reglan lagði m.a. hald á 65 kíló af kókaíni, 225 …
Lög­reglan lagði m.a. hald á 65 kíló af kókaíni, 225 kíló af kanna­bis­efn­um og 57 fast­eign­ir Ljósmynd/Brasilíska alríkislögreglan

Al­rík­is­lög­regl­an í Bras­il­íu hand­tók í dag 33 ein­stak­linga í tengsl­um við um­fangs­mikla aðgerð sem hafði það að mark­miði að upp­ræta glæpa­sam­tök þar í landi sem sögð eru sér­hæfa sig í pen­ingaþvætti og eit­ur­lyfja­sölu. Einn Íslend­ing­ur, sem sagður er einn höfuðpaura, var hand­tek­inn í aðgerðum dags­ins.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu basil­ísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar en DV greindi fyrst frá.

Sam­tök­in eru sögð teygja anga sína víða um Bras­il­íu og var aðgerðin fram­kvæmd í tíu borg­um lands­ins.

Aðgerð lög­regl­unn­ar bar heitið „Match po­int“ og unnu lög­reglu­embætti í Bras­il­íu að henni í sam­vinnu við lög­regl­una á Ítal­íu og Íslandi í gegn­um Europol. Þá voru ís­lensk­ir lög­reglu­menn á staðnum þegar aðgerðin var fram­kvæmd.

Höfuðstöðvar Europol.
Höfuðstöðvar Europol. AFP

Um 250 lög­reglu­menn tóku þátt í verk­efn­inu og lagði lög­regla hald á 65 kíló af kókaíni, 225 kíló af kanna­bis­efn­um og 57 fast­eign­ir auk öku­tækja og skipa ásamt því að loka fyr­ir banka­reikn­inga 43 ein­stak­linga.

Lög­regl­an tel­ur verðmæti eign­anna sem gerðar voru upp­tæk­ar geta numið um 150 millj­óna bras­il­ísks ríal eða um 4,2 millj­örðum ís­lenskra króna.

Til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra vegna máls­ins má sjá hér að neðan:

„Í morg­un hand­tók bras­il­íska lög­regl­an fjölda ein­stak­linga, þar á meðal Íslend­ing, í stór­um aðgerðum lög­regl­unn­ar þar í landi. Íslensk lög­reglu­yf­ir­völd hafa unnið með bras­il­ísk­um yf­ir­völd­um vegna máls­ins og tóku starfs­menn ís­lensku lög­regl­unn­ar meðal ann­ars þátt í aðgerðunum. Aðgerðin sem geng­ur und­ir heit­inu „Match Po­int“ var með það mark­mið að leysa upp skipu­lögð sam­tök sem hafa sér­hæft sig í pen­ingaþætti og fíkni­efna­smygli. Grun­ur er um að sam­tök­in stundi víðtæka brot­a­starf­semi í Bras­il­íu.

Um 250 lög­reglu­menn tóku þátt í aðgerðunum sem náðu til 10 borga í Bras­il­íu, banka­reikn­ing­ar 43 ein­stak­linga hafa verið fryst­ir og 57 eign­ir hald­lagðar auk öku­tækja og skipa. Þá voru um 65 kíló af kókaíni hald­lögð og 225 kíló af kanna­bis­efn­um. Aðgerðir standa enn yfir en nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna í frétta­til­kynn­ingu bras­il­ískra yf­ir­valda sem finna má hér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert