Á­kæru­frestur fram­lengdur í máli Sverris

Sverrir var handtekinn á heimili sínu í Rio de Janeiro.
Sverrir var handtekinn á heimili sínu í Rio de Janeiro. Ljósmynd/Colourbox

Bras­il­íska al­rík­is­lög­regl­an hef­ur fengið ákæru­frest sinn, vegna rann­sókn­ar á máli Sverr­is Þórs Gunn­ars­son­ar, fram­lengd­an. Sverr­ir var hand­tek­inn í Rio de Jan­eiro í um­fangs­mikl­um aðgerðum lög­regl­unn­ar þann 12. apríl síðastliðinn og hef­ur neitað að svara spurn­ing­um við yf­ir­heyrsl­ur.

„Frest­ur­inn var fram­lengd­ur í gær. [...] Hér í Bras­il­íu get­ur gæslu­v­arðhald staðið til rétt­ar­halda það er bara rann­sókn­in sem hef­ur ákveðinn frest,“ seg­ir Thiago Gia­varotti, yf­ir­lög­regluþjónn hjá bras­il­ísku al­rík­is­lög­regl­unni í sam­tali við mbl.is.

Há­marks­tím­aramm­inn sem að lög­regl­an í Bras­il­íu hafi til þess að gefa út ákæru séu þrjá­tíu dag­ar. Hefðbund­inn frest­ur sé fimmtán dag­ar en get­ur verið fram­lengd­ur sé þess þörf.

Framsal ekki mögu­leiki

Fyrr í mánuðinum var talið lík­legt að Sverr­ir yrði ákærður inn­an þess hefðbundna fimmtán daga frests sem gef­inn er og að sterk sönn­un­ar­gögn væru til staðar í mál­inu. Endi hand­taka Sverr­is með ákæru þykir lík­legt að það verði fyr­ir fíkni­efna­smygl og pen­ingaþvætti.

Greint hef­ur verið frá því að framsal Sverr­is til annarra landa sé ekki mögu­leiki. Hann eigi bras­il­íska konu og börn sem fædd séu þar í landi, í slík­um til­fell­um sé framsal ekki heim­ilað.

Í dag eru fjór­tán dag­ar liðnir frá því að Sverr­ir var hand­tek­inn í tengsl­um við Match Po­int-aðgerðirn­ar í Bras­il­íu. Meira en tvö hundruð lög­regluþjón­ar tóku þátt í aðgerðunum, meðal ann­ars frá Íslandi og Ítal­íu.

Í aðgerðunum lagði lög­regla hald á 65 kíló af kókaíni, 225 kíló af kanna­bis­efn­um og 57 fast­eign­ir auk öku­tækja og skipa ásamt því að loka fyr­ir banka­reikn­inga 43 ein­stak­linga.

Lög­regl­an tel­ur verðmæti eign­anna sem lagt var hald á geta numið um 150 millj­óna bras­il­ísks ríal eða um 4,2 millj­örðum ís­lenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert