105% verðmunur á ávöxtum og grænmeti

Verðlagskönnun ASÍ sýnir að mestur verðmunur er í flokki ávaxta …
Verðlagskönnun ASÍ sýnir að mestur verðmunur er í flokki ávaxta og grænmetis, eða 105% að meðaltali. mbl.is/Árni Sæberg

Bón­us var oft­ast með lægsta verðið í mat­vöru­könn­un sem verðlags­eft­ir­lit ASÍ fram­kvæmdi 9. maí, en Fjarðar­kaup var næst oft­ast með lægsta verðið. 

Af 127 vör­um sem voru í könn­un­inni voru 99 til í bæði Bón­us og Krón­unni. Þar af voru 58 vör­ur einni krónu dýr­ari í Krón­unni en Bón­us. Hæsta verðið var oft­ast að finna í Ice­land og næst oft­ast í Heim­kaup­um.

Mik­ill verðmun­ur á sömu vörumerkj­um

Í mörg­um til­fell­um var mik­ill verðmun­ur á dósamat og þurr­vöru, sæl­gæti og snakki og á ým­issi fros­inni vöru, sem er at­hygl­is­vert í ljósi þess að um ná­kvæm­lega sömu vör­ur er að ræða. Sem dæmi má nefna 67% verðmun á hæsta og lægsta verði á Mutti niðursoðnum tómöt­um. 

Minnst­ur verðmun­ur á vöru­flokk­um var á te og kaffi og mjólk­ur­vör­um, en mest­ur mun­ur var á ávöxt­um og græn­meti, eða um 105 pró­senta mun­ur að meðaltali. Sem dæmi var um 84 pró­sent verðmun­ur á lægsta og hæsta kílóverði af papriku. 

Nán­ari niður­stöður má finna á vef ASÍ. 

Meðalverð á matvöru, samkvæmt könnun ASÍ
Meðal­verð á mat­vöru, sam­kvæmt könn­un ASÍ Súlu­rit/​ASÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert