Óraunhæfar tjónakröfur á Rússa

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði tjónaskrá að viðstöddum fulltrúum Úkraínu og …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði tjónaskrá að viðstöddum fulltrúum Úkraínu og Evrópuráðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hilm­ar Þór Hilm­ars­son, pró­fess­or í alþjóðaviðskipt­um og hag­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, seg­ir það mundu hafa af­leiðing­ar fyr­ir bæði Rússa og Vest­ur­lönd ef Rúss­land þurfi að greiða full­ar bæt­ur vegna inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu, en full­trú­ar Evr­ópuráðsins samþykktu tjónakröf­urn­ar í Hörpu í gær.

Slík­ar stríðsskaðabæt­ur eiga sér for­dæmi. Til dæm­is þær sem lagðar voru á Þjóðverja í Versala­samn­ing­un­um eft­ir fyrri heims­styrj­öld­ina.

Tæp­ir 60 þúsund millj­arðar

– Hvert er áætlað tjón í Úkraínu vegna stríðsins?

„Á leiðtoga­fundi Evr­ópuráðsins í Reykja­vík var talað um að vinna að tjóna­skrá fyr­ir Úkraínu. Stofn­an­ir hafa ákveðna til­hneig­ingu til að búa sér til ný og ný hlut­verk. Samt eru Alþjóðabank­inn, Evr­ópu­sam­bandið og Sam­einuðu þjóðirn­ar, í sam­vinnu við stjórn­völd í Úkraínu, stöðugt að meta tjónið sem orðið hef­ur þar. Ólíkt Evr­ópuráðinu hafa þess­ar stofn­an­ir tæki til að halda utan um fram­kvæmd­ir þegar til upp­bygg­ing­ar kem­ur. Í skýrslu sem þess­ar stofn­an­ir gáfu út í mars er kostnaður­inn við að bæta það tjón sem orðið hef­ur á ári frá inn­rás­inni, 24. fe­brú­ar 2022 til 24. fe­brú­ar 2023, um 383 millj­arðar evra sem eru um 57.800 millj­arðar króna. Reiknað var með að end­urupp­bygg­ing muni taka um ára­tug.“

Myndu ekki treysta

– Hvernig væru Rúss­ar í stakk bún­ir til að taka á sig stríðsskaðabæt­ur vegna inn­rás­ar í Úkraínu? Er raun­hæft að þeir geti borgað eft­ir að búið er að taka yfir gjald­eyr­is­forða þeirra?

„Það hafa verið nefnd­ar ýms­ar töl­ur eins og að Vest­ur­lönd hafi fryst 300 millj­arða banda­ríkja­dala af gjald­eyr­is­forða Rúss­lands. Ef Vest­ur­lönd ætla að taka alla þá pen­inga myndu varla nást nein­ir samn­ing­ar við rúss­nesk stjórn­völd um stríðslok og óvissa væri um til hvaða ráða þau myndu grípa og með hvaða af­leiðing­um. End­an­legt hrun rúss­neska hag­kerf­is­ins myndi líka hafa áhrif á Vest­ur­lönd, bæði hið op­in­bera og einka­geir­ann.

Fengið veru­lega aðstoð

Þetta gæti líka þýtt að hin BRICS-lönd­in utan Rúss­lands – Bras­il­ía, Ind­land, Kína og Suður Afr­íka – myndu aldrei treysta Vest­ur­lönd­um eða vest­ræn­um bönk­um. Það eru líka ýmis lög­fræðileg álita­efni um þetta mál, að frysta fyrst gjald­eyr­is­forða lands og taka hann svo end­an­lega. Ég er ekki að segja að þetta sé ekki hægt, eða að það eigi ekki að gera þetta, en það þarf að hugsa svona aðgerð til enda. Þetta hefði bæði af­leiðing­ar fyr­ir Rúss­land og Vest­ur­lönd.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert