Óvissustigi vegna netárása aflétt

Leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær.
Leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu hafa aflétt óvissustigi Almannavarna vegna netárása sem tengdust leiðtogafundi Evrópuráðsins.

Óvissustigið tók gildi á þriðjudag en í tilkynningu kemur fram greining CERT-IS hefur leitt í ljós að umfang árásatilrauna hefur minnkað umtalsvert eftir að fundinum lauk í gær. 

„Varnir hafa virkað vel og ekkert raunatvik hefur komið upp síðastliðinn sólahring. Vísbendingar eru um að hópurinn sem stóð að netárásum síðustu daga hafi beint athygli sinni út fyrir íslenska netumdæmið,“ segir í tilkynningunni. 

„Almannavarnir hvetja sem fyrr, almenning að gæta fyllsta öryggis í netheimum, auk þess eru rekstraraðilar mikilvægra innviða hvattir til að hafa augun áfram opin og tilkynna ef óvæntar árásir koma upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert