Stendur ekki til að selja löggæslubúnaðinn

Íslenska lögreglan fyrir utan Hörpu í síðustu viku.
Íslenska lögreglan fyrir utan Hörpu í síðustu viku. AFP/John Macdougall

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra sagði í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag að ekki stæði til að selja neitt af þeim lög­gæslu­búnaði sem var keypt­ur fyr­ir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins. 

Til­efnið var spurn­ing Arn­dís­ar Önnu Krist­ín­ar­dótt­ur Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Pírata. 

Hún benti á að óljóst er hver heild­ar­kostnaður rík­is­ins var af fund­in­um, „en töl­um hef­ur verið fleygt allt upp í 4 millj­arða. Fram hef­ur komið að ör­ygg­is­gæsla hafi verið stærsti kostnaðarliður­inn vegna fund­ar­ins.“

Þá sagði hún að fram hafi komið í frétt­um að fest hafi verið kaup á á miklu magni af skot­vopn­um í aðdrag­anda fund­ar­ins, og þar á meðal hundruðum sjálf­virkra byssa sem lög­reglu­menn báru. 

Þær spurn­ing­ar hafa í kjöl­farið vaknað hvað skuli svo eig­in­lega að gera við þessi vopn, hvort lög­regl­an hygg­ist eiga þau áfram eða selja þau,“ sagði Arn­dís. 

Hafði ekki töl­ur

Jón sagði að búnaðar­kaup­in hafi verið fjöl­breytt, og nefndi til dæm­is varn­ar­búnað, skot­vopn og mótor­hjól. Hann sagðist ekki hafa töl­ur yfir kostnaðinn. 

Það sem eft­ir stend­ur, eft­ir þenn­an fund, virðuleg­ur for­seti, er að okk­ar lög­reglu­menn, okk­ar lög­reglu­fólk, alls staðar að af land­inu, búa yfir betri mennt­un, gríðarlega mik­illi þjálf­un og aukn­um búnaði af mörgu tagi,“ sagði hann. 

Þá sagði Jón að búnaður­inn verði nýtt­ur í framtíðinni. 

Ekki rætt í rík­is­stjórn 

Arn­dís spurði þá hvort þessi stór­aukn­ing á víg­búnaði lög­regl­unn­ar hafi verið rædd í rík­is­stjórn. 

Jón svaraði að hvorki hafi verið farið sér­stak­lega yfir búnaðar­kaup­in í rík­is­stjórn né dóms­málaráðuneyt­inu. 

Það var auðvitað sér­stök rekstr­aráætl­un gerð fyr­ir fund­inn og þær töl­ur sem ég hef heyrt nefnd­ar eru í kring­um tvo millj­arðar, sem kostnaður­inn við þenn­an fund. Hluti af því voru þessi búnaðar­kaup,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert