Óskar eftir upplýsingum í kjölfar leiðtogafundarins

Erlendu lögregluþjónunum var fyrst og fremst ætlað að starfa innan …
Erlendu lögregluþjónunum var fyrst og fremst ætlað að starfa innan svæðis sem lokað var fyrir almenningi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umboðsmaður Alþing­is hef­ur óskað eft­ir upp­lýs­ing­um og skýr­ing­um frá dóms­málaráðherra vegna veru vopnaðra og ein­kennisklæddra er­lendra lög­reglu­manna í tengsl­um við leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins sem var hald­inn dag­ana 16. og 17. maí í Reykja­vík. 

Tæp­lega 100 er­lend­ir lög­reglu­menn frá Nor­egi, Dan­mörku og Finn­landi voru þá stadd­ir hér­lend­is. Bar stór hluti þeirra vopn.

Ætlað að starfa inn­an af­markaðs svæðis

Í kjöl­far frétta um viðveru er­lendra lög­regluþjóna í Reykja­vík óskaði umboðsmaður eft­ir frek­ari upp­lýs­inga um fyr­ir­komu­lagið frá rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Sam­kvæmt henni var er­lendu lög­regluþjón­un­um fyrst og fremst ætlað að starfa inn­an svæðis sem lokað var fyr­ir al­menn­ingi en þó þannig að krafta þeirra nyti einnig við á stærra svæði í miðborg­inni ef þörf kræfi. Ekki kom til þess sam­kvæmt svör­um rík­is­lög­reglu­stjóra og var henni ekki held­ur kunn­ugt um að er­lendu lög­reglu­menn­irn­ir hefðu haft af­skipti af ís­lensk­um rík­is­borg­ur­un­um,“ seg­ir á vef umboðsmanns Alþing­is.

Tel­ur umboðsmaður málið gefa til­efni til ákveðinna spurn­inga um hvernig rík­is­lög­reglu­stjóri nýt­ir heim­ild sína sam­kvæmt lög­reglu­lög­um til þess að taka á móti er­lend­um lög­reglu­mönn­um og fela þeim lög­reglu­vald hér á landi.

Stjórn­völd með fram­kvæmd­ar­valdið

Í bréfi umboðsmanns er minnt á að sam­kvæmt stjórn­ar­skrá fara for­seti og önn­ur stjórn­völd með fram­kvæmd­ar­vald í land­inu. Ekki fari á milli mála að meðferð lög­reglu­valds á ís­lensku yf­ir­ráðasvæði, ekki síst heim­ild lög­reglu til að beita valdi við skyldu­störf, falli þar und­ir. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórn­ar­skrábund­inna vald­heim­ilda til er­lendra aðila, þótt í fram­kvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki úti­lokað að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um.

Þá seg­ir einnig að þegar litið sé til þessa og mark­mið laga­heim­ild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra sé ekki hægt að leggja til grund­vall­ar að hann hafi ótak­markaða heim­ild að þessu leyti.

Er því dóms­málaráðherra beðinn um að upp­lýsa hvort hann hafi skoðað að nýta heim­ild sína sam­kvæmt lög­reglu­lög­um til að setja nán­ari regl­ur um það hvenær og í hvaða til­gangi rík­is­lög­reglu­stjóra sé heim­ilt að fela er­lend­um lög­regluþjón­um lög­reglu­vald hér á landi. 

Orðalagið of víðtækt?

Spyr umboðsmaður ráðherra einnig hvort hann telji að orðalag laga­heim­ild­ar­inn­ar kunni að vera of víðtækt en í þessu sam­bandi er bent á að það virðist ekki úti­loka að er­lend­um lög­reglu­mönn­um séu fal­in hvers kyns lög­reglu­störf hér á landi, þ. á m. þau sem krefjast sam­skipta við al­menn­ing.

Að lok­um ósk­ar umboðsmaður eft­ir að ráðuneytið upp­lýsi, eft­ir at­vik­um með at­beina rík­is­lög­reglu­stjóra, hvort litið hafi verið svo á að er­lendu lög­reglu­menn­irn­ir sem hér voru við störf hafi borið sömu laga­skyld­ur og ís­lensk­ir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu und­ir starfs­svið nefnd­ar um eft­ir­lit með lög­reglu.

Biður embættið um að svör og viðeig­andi gögn ber­ist fyr­ir 24. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert