Minni sveitarfélög geti leitað til ríkis um framkvæmd skólaþjónustu

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Eggert Jóhannesson

Fyr­ir­hugað frum­varp Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, mennta- og barna­málaráðherra, um framtíðar­skipu­lag skólaþjón­ustu var rætt á sam­ráðsfundi í Hörpu nú í morg­un.

Meðal rót­tækra hug­mynda sem þar komu fram var skipt­ing lands­ins í stærri skólaum­dæmi, svo smærri sveit­ar­fé­lög fái sam­bæri­lega skólaþjón­ustu og ann­ars staðar á land­inu.

Sömu­leiðis reifaði Anna Tryggva­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu ráðuneyt­is­stjóra og innri þjón­ustu, þá hug­mynd að minni sveit­ar­fé­lög geti leitað til rík­is­ins um fram­kvæmd á rekstri skólaþjón­ustu.

Ásmund­ur Ein­ar sagði skort á mannauði víða í kerf­inu vera áhyggju­efni, og geta má að þetta sé ein leið til að bregðast við því. Hægt verður að skila ábend­ing­um inn til ráðuneyt­is­ins út júní en þá mun eig­in­leg frum­varps­gerð fara fram.

Víðtækt sam­ráð

Ásmund­ur Ein­ar seg­ir hug­mynd­ir hans nýja miðlæga stofn­un í stað Mennta­mála­stofn­unn­ar hafa fallið í góðan jarðveg meðal skóla­fólks.

Sigrún Daní­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá mennta- og barna­málaráðuneyt­inu, árétt­ir að til­gang­ur nýrra laga sé að veita aðgengi að fagþekk­ingu, sem ekki sé alltaf til staðar í smærri sveit­ar­fé­lög­um. Sömu­leiðis þurfi að auka eft­ir­fylgni því ann­ars séu lög­in tóm­ur staf­ur. Það ferli sem nú lýk­ur senn er byggt á sam­ráði við um 2000 manns inn­an úr skóla­starf­inu öllu og mark­miðið er að tryggja sam­bæri­leg gæði náms um allt land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert