Að eiga mömmu og pabba með krabba

Valdimar Högni Róbertsson hlaðvarpsstjóri og Karítas Mörtudóttir Bjarkadóttir ritstjóri Krakkarúv …
Valdimar Högni Róbertsson hlaðvarpsstjóri og Karítas Mörtudóttir Bjarkadóttir ritstjóri Krakkarúv taka við Samfélagsviðurkenningu Krabbameinsfélagsins. Ljósmynd/Krabbameinsfélagið

Sam­fé­lagsviður­kenn­ing Krabba­meins­fé­lags­ins var veitt í annað sinn á aðal­fundi fé­lags­ins í maí, en viður­kenn­ing­una hlutu hinn átta ára gamli Valdi­mar Högni Ró­berts­son og RÚV fyr­ir ein­stakt fram­lag sitt til fræðslu um krabba­mein. Viður­kenn­ing­in er veitt aðilum sem fé­lag­inu þykir hafa lagt málstaðnum lið með eft­ir­tekt­ar­verðum hætti. 

Átta ára hlaðvarps­stjóri

Faðir Valdi­mars Högna greind­ist með krabba­mein þegar hann var átta ára gam­all. Krabba­meins­grein­ing­in var mikið áfall fyr­ir Valdi­mar, en hjá hon­um vöknuðu hjá hon­um marg­ar spurn­ing­ar. Þá brá hann á að ráð að afla sér svara með því að gera út­varpsþátt fyr­ir börn sem eiga for­eldri með krabba­mein.

Úr varð sex þátta sería sem ber heitið Að eiga mömmu og pabba með krabba, en serí­an er aðgengi­leg á vef RÚV. Við gerð þátt­ar­ins aflaði Valdi­mar sér þekk­ing­ar um sjúk­dóm­inn og áhrif hans á aðstand­end­ur ásamt því að fræða aðra unga aðstand­end­ur fólks með krabba­mein með því að taka viðtöl við sér­fræðinga. 

Verk­efnið ein­stakt á heimsvísu 

„Verk­efnið er ör­ugg­lega ein­stakt, ekki bara hér á landi held­ur á heimsvísu og mjög upp­lýs­andi fyr­ir bæði börn og full­orðna,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu Krabba­meins­fé­lags­ins um út­varpsþætti Valdi­mars sem vakið hafa verðskuldaða at­hygli.

Þætt­irn­ir voru unn­ir í sam­starfi við RÚV sem á mikið hrós skilið fyr­ir þátt­töku sína í verk­efn­inu að sam­kvæmt Krabba­meins­fé­lags­inu. Karítas Mörtu­dótt­ir Bjarka­dótt­ir, rit­stjóri Krakkar­úv var viðstödd verðlauna­af­hend­ing­una og tók við viður­kenn­ing­unni fyr­ir hönd RÚV.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert