Á von á að gæsluvarðhaldið verði framlengt

Lögregluna með næg gögn í höndunum til þess að hægt …
Lögregluna með næg gögn í höndunum til þess að hægt sé að framlengja gæsluvarðhaldinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, á von á því að gæsluvarðhaldi verði framlengt yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Segir hann lögregluna haf næg gögn í höndunum til þess að svo geti orðið. 

Lögreglan á Suðurlandi fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbóta yfir manninum, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl. 

Ákvörðunin er í höndum héraðssaksónara að sögn Sveins sem býst við að fá úrskurðinn fyrir klukkan fjögur í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert