Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhaldi framlengt um fjórar vikur.
Gæsluvarðhaldi framlengt um fjórar vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um tvær vikur yfir karlmanninum sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við mbl.is.

Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar, en lögreglan fór fram á fjórar vikur. 

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl. 

Enn er beðið eftir gögnum erlendis frá, meðal annars niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum, í tengslum við andlát konunnar. Endanleg krufningarskýrsla liggur ekki fyrir að sögn Sveins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert