Rannsókn á meðferð blóðmera felld niður

Hestar í Kerfilsakri við Elliðaárnar. Mynd tengist frétt ekki beint. …
Hestar í Kerfilsakri við Elliðaárnar. Mynd tengist frétt ekki beint. Úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Rann­sókn á meðferð hryssna við blóðtöku hér á landi hef­ur verið felld niður vegna skorts á sönn­un­ar­gögn­um er­lend­is frá. Lög­regl­an reyndi ít­rekað að kom­ast yfir frek­ari gögn frá dýra­vernd­un­ar­sam­tök­un­um sem upp­ljóstruðu mál­inu en allt kom fyr­ir ekki.

Þetta staðfest­ir Sveinn Kristján Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir sam­tök­in hafa skýlt sér á bak við þýsk lög sem krefji þau ekki til þess að af­henda frek­ari gögn.

Málið var fellt niður í lok janú­ar á þessu ári.

 „Mál­inu var vísað frá vegna skorts á gögn­um. Það var fellt í lok janú­ar á þessu ári. Við vor­um með það í ár í skoðun og það feng­ust ekki gögn þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir,“ seg­ir Sveinn.

Vildu ekki af­henda MAST óklippt efni

Upp­haf máls­ins má rekja til þess þegar dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in AWF/​​TSB (Ani­mal Welfare Foundati­on/​​Tierschutzbund Zürich) birtu mynd­band þann 22. Nóv­em­ber 2021 sem sýndi mynd­búta af meðferð hryssna við blóðtöku hér á landi.

Mat­væla­stofn­un tók málið til skoðunar og sögðust líta málið al­var­leg­um aug­um en til­raun­ir voru gerðar til þess að nálg­ast mynd­efnið óklippt frá dýra­vernd­un­ar­sam­tök­un­um. MAST sagði sam­tök­in hafa hafnað því að senda þeim óklippt efni en greint frá því hvenær upp­tök­ur á efn­inu fóru fram.

Máli vísað til lög­reglu í janú­ar 2022

Greint var frá því að rann­sókn MAST hefði leitt í ljós hvar at­vik­in áttu sér stað og hver hafi átt hlut í máli.

„Við rann­sókn­ina leitaði stofn­un­in eft­ir skýr­ing­um og af­stöðu fólks­ins til þess sem fram kem­ur í mynd­bönd­un­um. Eins og áður seg­ir hef­ur stofn­un­in ekki aðgang að óklipptu mynd­efni sem tak­mark­ar mögu­leika henn­ar á að meta al­var­leika brot­anna og ger­ir stofn­un­inni því ókleift að rann­saka málið til fulln­ustu,“ sagði í til­kynn­ingu vegna máls­ins í janú­ar 2022 þegar því var vísað til lög­reglu.

Í fe­brú­ar 2022 var svo greint frá því að hrossa­bænd­ur hefðu sagt upp samn­ing­um sín­um við líf­tæknifyr­ir­tæk­ið Ísteka ehf., sem vinn­ur horm­óna­lyf fyr­ir svín úr blóði fylfullra mera. Sam­kvæmt MAST er blóðtak­an sjálf í ábyrgð fyr­ir­tæk­is­ins en dýra­lækn­ar á veg­um þess sjái um fram­kvæmd henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert