Sverrir Þór ákærður í Brasilíu

Sverrir var handtekinn í apríl en hann hefur áður komið …
Sverrir var handtekinn í apríl en hann hefur áður komið við sögu hjá brasilískum yfirvöldum. Ljósmynd/Colourbox, brasilíska alríkislögreglan, Samsett mynd.

Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, bet­ur þekkt­ur sem Sveddi Tönn, hef­ur verið form­lega ákærður af rík­is­sak­sókn­ara í Bras­il­íu. Sverr­ir var á miðviku­dag ákærður fyr­ir stór­felld fíkni­efna­laga­brot á alþjóðavísu, hlut­deild í sam­bæri­leg­um brot­um og skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Þá er Sverr­ir sakaður um að vera leiðtogi glæpa­sam­taka. 

Þetta staðfest­ir heim­ild mbl.is inn­an bras­il­ísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar. Þá hafi Sverr­ir full­an rétt og tæki­færi til þess að verj­ast gegn fyrr­nefnd­um ákær­um. 

Verði Sverr­ir sak­felld­ur fyr­ir fyrr­nefnd brot er það sagt geta haft í för með sér meira en 45 ára fang­elsis­vist. 

Þegar Sverr­ir var ákærður á miðviku­dag voru 84 dag­ar liðnir frá hand­töku þann 12. apríl. Þá hafði lög­regl­an nýtt 75 daga til þess að rann­saka málið og hina níu til þess að vísa mál­inu áfram til rík­is­sak­sókn­ara en níu­tíu daga ákæru­frest­ur er sagður vana­lega al­gjört há­mark í Bras­il­íu. 

Hafi stjórnað sam­tök­un­um sam­an

Þá staðfesti Thiago Gia­varotti, yf­ir­lög­regluþjónn hjá bras­il­ísku al­rík­is­lög­regl­unni áður, að Sverr­ir og bras­il­ísk­ur karl­maður hefðu í sam­ein­ingu stjórnað glæpa­sam­tök­um sem hefðu stundað inn- og út­flutn­ing fíkni­efna. Þá sagði hann ekki al­gengt að er­lend­ir aðilar væru hluti af starf­semi sem þess­ari í Bras­il­íu. 

„Þeir voru í viðskipt­um sam­an. Stund­um gat ann­ar keypt fíkni­efni af hinum. Þeir áttu líka sam­eig­in­lega kúnna þannig að ef ann­ar gat ekki boðið kúnn­an­um fíkni­efni gat hinn gert það. [...] Þeir voru vin­ir og viðskipta­fé­lag­ar ekki yf­ir­maður og starfsmaður,“ sagði Gia­varotti á sín­um tíma.  

Millj­arðar í Match po­int

Eins og fyrr seg­ir var Sverr­ir hand­tek­inn þann 12. apríl á heim­ili sínu í Bras­il­íu en hand­taka hans var hluti af um­fangs­mikl­um aðgerðum bras­il­ísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar þar sem um þrjá­tíu manns voru hand­tekn­ir. Aðgerðin var kölluð „Operati­on Match Po­int“ og tóku meira en tvö hundruð lög­regluþjón­ar þátt, þar á meðal frá Íslandi og Ítal­íu. 

Í aðgerðunum lagði lög­regla hald á 65 kíló af kókaíni, 225 kíló af kanna­bis­efn­um og 57 fast­eign­ir auk öku­tækja og skipa ásamt því að loka fyr­ir banka­reikn­inga 43 ein­stak­linga.

Lög­regl­an taldi verðmæti eign­anna sem lagt var hald á geta numið um 150 millj­óna bras­il­ísks ríal eða um 4,2 millj­örðum ís­lenskra króna.

Tóku skýrslu af Sverri vegna mála á Íslandi

Eins og mbl.is hef­ur áður greint frá fóru fjór­ir ís­lensk­ir lög­reglu­menn til Rio de Jan­eiro fyr­ir aðgerðirn­ar til þess að yf­ir­heyra Sverri. Voru þeir í Bras­il­íu í tíu daga áður, á meðan og eft­ir að aðgerðum lauk, en rann­sókn ís­lensku lög­regluþjón­anna teng­ist bæði hundrað millj­óna pen­ingaþvætt­is­máli á Íslandi og fíkni­efnainn­flutn­ingi til Íslands.

Pen­ingaþvætt­is­málið er frá ár­inu 2019 og snýr að því að fjöldi fólks er grunaður um að hafa umbreytt um átta hundruð til níu hundruð millj­ón­um ís­lenskra króna í er­lenda mynt.

Talið var að pen­ingaþvættið hefði staðið yfir í á þriðja ár áður en embætti héraðssak­sókn­ara réðst í sam­ræmd­ar aðgerðir ásamt sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra vegna máls­ins. Þá staðfesti héraðssak­sókn­ari við mbl.is að nærri fimm­tíu manns væru með stöðu sak­born­ings í mál­inu. 

Hvað varðar fíkni­efna­málið herma heim­ild­ir mbl.is að um sé að ræða mál sem kallað er stóra kókaín­málið þar sem flytja átti um 100 kíló af kókaíni til lands­ins í timb­ur­send­ingu.

Þá er einnig talið að snert­ing sé við önn­ur stór fíkni­efna­mál, en upp­lýs­ing­ar frá frönsk­um yf­ir­völd­um úr dul­kóðaða sam­skipta­for­rit­inu EncroChat, sem var mikið notað af glæpa­mönn­um víða um heim, varð til þess að menn lögðu sam­an tvo og tvo við rann­sókn nokk­urra mála. Það átti meðal ann­ars við um salt­dreifara­málið svo­kallaða líkt og fram hef­ur komið við meðferð máls­ins fyr­ir dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert