Sætir gæsluvarðhaldi til 11. ágúst

Maðurinn hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í ellefu vikur.
Maðurinn hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi að um gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa valdi dauða konu á Selfossi hinn 27. apríl s.l. skuli framlengt um fjórar vikur. 

Mun hann því sæta gæsluvarðhaldi til 11. ágúst. 

Er þessi ákvörðun tekin á grundvelli fyrirliggjandi rannsóknarhagsmuna.

Maðurinn sem umræðir hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Lög um meðferð sakamála kveða á um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema að brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Bætist fjórar vikur við þessar ellefu verður maðurinn búinn að sæta gæsluvarðhaldi í fimmtán vikur.

Endanleg niðurstaða krufningaskýrslu liggur ekki fyrir

Í samtali við mbl.is úrskýrir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að enn eigi eftir að fara yfir mikið af gögnum og að einnig sé ekki enn komin endanleg krufningarskýrsla.

Þetta séu lykilgögn í rannsókn lögreglu og fyrr geti hún ekki lokið rannsókn sinni og komið henni áfram til héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari tekur svo ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert