50 ákærðir í máli Sverris

Sverrir Þór Gunnarsson árið 2012.
Sverrir Þór Gunnarsson árið 2012. mbl.is

Alls 50 manns hafa verið ákærðir í tengsl­um við „Operati­on Match Po­int“ í Bras­il­íu, þeirra á meðal er höfuðpaur­inn Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, bet­ur þekkt­ur sem Sveddi Tönn.

Þessu grein­ir Rúv frá en ákæru­skjalið er yfir 400 blaðsíður. 

Sverr­ir er ákærður fyr­ir stór­felld fíkni­efna­laga­brot á alþjóðavísu, hlut­deild í sam­bæri­leg­um brot­um og skipu­lagða glæp­a­starf­semi. Verði hann sak­felld­ur get­ur það haft með sér í för meira en 45 ára fang­elsis­vist. 

Alls voru 32 hand­tekn­ir í aðgerðum lög­regl­unn­ar í apríl og þá hafa 20 bæst til viðbót­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert