Koma upplýsingunum áfram til MAST

Dýraverndunarsamband Íslands hefur farið fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku úr …
Dýraverndunarsamband Íslands hefur farið fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku úr fylfullum hryssu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dýra­vernd­un­ar­sam­band Íslands (DÍS) mun koma upp­lýs­ing­um um dauðsföll mera í tengsl­um við blóðtöku á veg­um Ísteka ehf. á fram­færi við Mat­væla­stofn­un (MAST). Þetta seg­ir Linda Kar­en Gunn­ars­dótt­ir formaður DÍS í sam­tali við mbl.is.

Seg­ir hún sam­bandið hafa mót­tekið beiðni MAST um að fá aðgang að upp­lýs­ing­un­um og muni verða við henni fljót­lega. „Síðan er það Mat­væla­stofn­unn­ar að rann­saka málið frek­ar.

Mun fleiri hryss­ur hafi drep­ist

DÍS sendi í gær frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem sam­bandið fer fram á taf­ar­lausa stöðvun blóðtöku úr fylfull­um hryss­um.

Er yf­ir­lýs­ing­in send í til­efni upp­lýs­inga frá MAST um að átta fylfull­ar hryss­ur hafi drep­ist í tengsl­um við blóðtöku í fyrra­sum­ar. Ástæða þessa sé tal­in vera reynslu­leysi þeirra er­lendu dýra­lækna sem fram­kvæmdu blóðtök­una á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins Ísteka ehf.

Seg­ir í yf­ir­lýs­ingu DÍS að þeim hafi borist „áreiðan­leg­ar upp­lýs­ing­ar“ um að mun fleiri hryss­ur hafi drep­ist í tengsl­um við blóðtök­una í fyrra.

Í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar DÍS kallaði Mat­væla­stofn­un eft­ir aðgangi að gögn­un­um. Hyggst stofn­un­in rann­saka málið nán­ar þegar þeim hafa borist upp­lýs­ing­arn­ar og bregðast við í sam­ræmi við þær. RÚV greindi frá.

Upp­lýs­ing­arn­ar áreiðan­leg­ar

Linda ít­rek­ar í sam­tali við mbl.is að upp­lýs­ing­arn­ar sem DÍS hafi und­ir hönd­um séu áreiðan­leg­ar. Hún geti þó ekki tjáð sig um það hvaðan þær hafi borist. 

Upp­lýs­ing­arn­ar sem koma fram í yf­ir­lýs­ingu DÍS eru meðal ann­ars þær að í fyrra­sum­ar hafi drep­ist á að minnsta kosti tíu bæj­um ein hryssa eða fleiri í tengsl­um við blóðtöku. Þá hafi fjór­ar hryss­ur drep­ist á ein­um af þess­um tíu bæj­um.

Einnig hafi DÍS fengið ábend­ingu um að hryssa hafi óvart verið stung­in í gegn­um barka af óreynd­um dýra­lækni. Hafi hún verið lát­in liggja á meðan henni blæddi út.

Óviðun­andi

„Þetta er mjög al­var­legt mál sem yf­ir­völd þurfa að skoða til hlít­ar. Það er óviðun­andi að óvan­ir dýra­lækn­ar séu við blóðtök­ur á fylfull­um hryss­um sem flest­ar eru ekk­ert eða lítið tamd­ar. 

Það þarf að rann­saka öll þau til­vik þar sem hryssa drapst í tengsl­um við blóðtöku í fyrra­sum­ar og viðbrögð við þeim verða að vera í sam­ræmi við lög,“ seg­ir Linda Kar­en.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert