Rannsókn á andláti ungrar konu langt komin

Oddur Árnason segir rannsókn málsins langt komna.
Oddur Árnason segir rannsókn málsins langt komna. Samsett mynd

Rannsókn andláts konu á þrítugsaldri, sem átti sér stað á Selfossi í apríl, er langt komin og mun málið fara til héraðssaksóknara á næstu vikum. Hinn grunaði hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í rúmar 13 vikur. 

Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Selfossi, getur lögreglan á Selfossi ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu um stöðu rannsóknarinnar.

Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi

Í til­kynn­ingu sem lögreglan sendi frá sér í maí sagði að rann­sókn bein­dist að hugs­an­legu mann­drápi til sam­ræm­is við bráðabirgðaniður­stöðu krufn­ing­ar, en konan fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl. 

Maðurinn sem var handtekinn vegna gruns um að hafa valdið dauða konunnar hefur verið í gæsluvarðhaldi í rúmar 13 vikur, en lög um meðferð saka­mála kveða á um að ekki megi úr­sk­urða sak­born­ing til að sæta gæslu­v­arðhaldi leng­ur en tólf vik­ur nema að brýn­ir rann­sókn­ar­hags­mun­ir krefj­ist þess.

Í júní var varðhald yfir manninum framlengt til 11. ágúst, en þá mun hann hafa setið í varðhaldi í 15 vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert